Norðurland vestra
Landshluti | |
---|---|
Íbúafjöldi | 7500 |
Flatarmál | 12737 km² |
Landshlutinn er einn af helstu landbúnaðarhéruðum landsins en í Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024 kemur fram að nokkurrar fábreytni gæti innan atvinnulífsins auk þess að landshlutinn glími við fámenni og lágt menntunarstig. Stefna Norðurlands vestra er að „efla atvinnuþróun og nýsköpun sem styður við vöxt lykilatvinnugreina og laðar til sín menntað og hæft fólk á öllum sviðum atvinnulífsins.“
Megináherslur Sóknaráætlunar 2020-2024 í atvinnuþróun og nýsköpun fela í sér að:
- Auka fullvinnslu afurða
- Fjölga vaxtarbroddum og styrkja grunnstoðir í atvinnulífinu, s.s. í ferðaþjónustu, nýsköpun, vöruþróun, landbúnaði og sjávarútvegi
- Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum atvinnustarfsemi á svæðinu
Lausnamót
Lausnamótið Hacking Norðurland var fyrst haldið árið 2021 undir yfirskriftinni Matur, vatn, orka: Leiðin að sjálfbærni. Mótið er hluti af lausnamótaröð Hacking Hekla sem hóf göngu sína árið 2020. Hacking Norðurland var haldið á vegum Eims, Nordic Food in Tourism, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra (SSNE), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Nýsköpunar í norðri í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorp Austan mána.
Hraðlar
Norðanátt Samstarfsverkefni stuðningsaðila í nýsköpunarumhverfinu á Norðurlandi og er ætlað að skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi með áherslu á nýsköpun á sviði sjálfbærni, orku, vatns og matar.
Vaxtarrými Viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi.
Hæfnihringir Samstarfsverkefni landshlutasamtaka að bjóða konum í atvinnurekstri stuðning og fræðslu.
Textílklasinn Textílmiðstöð Íslands vinnur að mótun textílklasa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Með klasasamstarfinu verður skapað vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu.
Nýsköpunarviðburðir
Nýsköpun á Norðurlandi Sameiginleg aðild Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka Sveitarfélaga og atvinnuþróunnar á Norðurlandi eystra (SSNE) í Nýsköpunarvikunni. Samtökin stóðu fyrir eftirfarandi viðburðum:
Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými
Verið - Vísindagarðar og nýsköpunarsetur
Útibúið - Skrifstofusetur Samvinnurými staðsett í gömlu bankaútibúi Landsbankans á Hvammstanga.
NES - Listamiðstöð Miðstöð með vinnustofum listamanna, sýningahaldi, og kynningu á menningu og listum í samstarfi við innlenda og erlenda listamenn. Starfrækt í fyrrum fiskvinnsluhúsi á Skagaströnd.
Annað stuðningsumhverfi
Háskólinn á Hólum Háskólinn á Hólum vill efla nýsköpun og tengsl við atvinnulífið.
Farskólinn - Miðstöð símenntunnar á Norðurlandi vestra Ætlað að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.
Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Við setrið eru stundaðar sagnfræðirannsóknir af ýmsu tagi en frá ársbyrjun 2019 hefur rannsóknasetrið unnið að gerð gagnagrunns sáttanefndabóka í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
Nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra
Nafn | Staðsetning | Lýsing | |
---|---|---|---|
Breiðargerði | Skagafjörður | Garðyrkjustöð með vottaða lífræna ræktun. | |
Pure Natura | Sauðárkrókur | Framleiðir hágæða bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni; innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum og villtum jurtum. | |
Austan Vatna | Skagafjörður | Framleiðir Chimicurri sósur og fullvinnur kjötafurðir. Notast er við staðbundin hráefni og lögð áhersla á mikilvægi samspils náttúru og dýra. | |
Brúnastaðir Ostavinnsla | Skagafjörður | Handgerðir geita- og sauðfjárostar. | |
Hvammshlíðarostur | Blönduós | Ostar framleiddir úr íslensku hráefni; kúamjólk (stundum geita- eða sauðamjólk), villijurtum, fléttum og þörungum og sjávarsalt. | |
Matarkistan Skagafjörður | Skagafjörður | Ýmsir aðilar í héraðinu vinna saman að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri. Vefverslun beint frá býli. | |
Ísponica | Hólar | Lóðrétt vatnsræktun á salati og kryddum. | |
Hitaveita í Hrútafirði | Hrútafjörður | Mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu. Prufudæling borholu (RS-14) á Reykjatanga í Hrútafirði og mat á vinnslugetu jarðhitasvæðisins og hugsanlegri stækkun hitaveitunnar. | |
Textílmiðstöð | Blönduós | „Sól í sveit“ Uppbyggingar á textíltengdri ferðaþjónustu á Húnavöllum. Kynning á íslensku ullinni, námskeið og kennsla í textíl með nýtingu og vörusölu í huga. | |
Kakalaskáli | Kringlumýri í Blönduhlíð | Skálinn er hugsaður sem umhverfi fyrir sögumann sem segir frá atburðum á Sturlungaöld. Þar er boðið upp á sögustundir, sérsýningar og margt fleira. | |
Jökla | Skagafjörður | Framleiðsla á rjómalíkjör úr íslenskum hráefnum. |