Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita


thumb
TegundRannsóknarsetur
Netfangvilhelmv@hi.is
Heimilisfang Einbúastígur 2, 545
Staður Skagaströnd
LandshlutiNorðurland vestra
Loading map...


Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurland vestra er hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands sem eru staðsett víða um landið. Setrið hóf starfsemi á Skagaströnd í nóvember 2009 en opnaði formlega í apríl 2010. Helsta rannsóknarsvið setursins er sagnfræði. Dr. Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur tók við starfi forstöðumanns við setrið í febrúar 2018. Við setrið eru stundaðar sagnfræðirannsóknir af ýmsu tagi auk þess sem starfsmenn setursins eru þátttakendur í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum.

Frá ársbyrjun 2019 hefur rannsóknasetrið unnið að gerð gagnagrunns sáttanefndabóka í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.

Rannsóknarsetrið býður, í samvinnu við NES - listamiðstöð á Skagaströnd, upp á aðstöðu fyrir gestafræðimenn sem geta dvalið þar við rannsóknir í allt að fjórar vikur í senn.