NES - Listamiðstöð
Úr Vistkerfi nýsköpunar
NES Listamiðstöð er starfrækt í fyrrum fiskvinnsluhúsi á Skagaströnd. Þar er nú listamiðstöð með vinnustofum listamanna, sýningahaldi, og kynningu á menningu og listum í samstarfi við innlenda og erlenda listamenn.
NES býður í samvinnu við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra upp á aðstöðu fyrir gestafræðimenn sem geta dvalið þar við rannsóknir í allt að fjórar vikur í senn.