Hacking Hekla

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita


thumb
Vefsíða
TegundLausnamót
Netfangsvava@rata.is
Loading map...

Hacking Hekla er lausnamót sem ferðast í kringum landið. Verkefnið hóf göngu sína árið 2020 og hefur haldið viðburði á Suðurlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Aðstandendur verkefnisins eru  Magdalena Falter doktorsnemi í Háskóla Íslands sem rannsakar frumkvöðlastarf og nýsköpun á landsbyggðinni og Svava Björk Ólafsdóttur ráðgjafi hjá RATA sem um árabil hefur starfað við ráðgjöf og stýrt verkefnum tengdum nýsköpun.

Markmið Hacking Hekla er að varpa ljósi og efla frumkvöðlastarf á landsbyggðinni ásamt því að tengja saman frumkvöðla í dreifbýli og þéttbýli á Íslandi. Verkefninu er jafnframt ætlað að virkja skapandi hugsun og nýsköpun og eiga þátt í því að efla svæðin með stuðningi við atvinnu- og verkefnasköpun. Ekki er ætlast til að þátttakendur búi yfir reynslu eða hafi áður tekið þátt í lausnamóti eða öðru frumkvöðlastarfi.

Lausnamótin fara að mestu fram á netinu og eru því, þrátt fyrir að vera landshlutatengd, opin öllum óháð staðsetningu. Samsköpunarvettvangurinn Hugmyndaþorp er rafrænn vettvangur sem býður notendum að setja fram hugmyndir og skoðanir á auðveldan og gagnsæjan máta en vettvangurinn veitir heildarsýn yfir þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram og býður uppá uppbyggilega umræðu þar sem hægt er að skrá athugasemd við einstaka hugmyndir undir ólíkum höttum fræðslu, gagnrýni, jákvæðni, hvatningar o.fl. Vettvangurinn er hannaður af fyrirtækinu Austan mána.

Hacking Suðurland

Hacking Norðurland

Hacking Austurland

Hacking Reykjanes