Hacking Suðurland

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita


thumb
Vefsíða
TegundLausnamót
Netfangsvava@rata.is
Loading map...


Sjá einnig: Hacking Norðurland, Hacking Austurland og Hacking Reykjanes.

Fyrsta lausnamót Hacking Hekla á Suðurlandi fór fram 2020. Hacking Suðurland var haldið á vegum Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Nordic Food in Tourism í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorp, en yfirskrift mótsins var Í átt að sjálfbærri framtíð með matartengdri nýsköpun.

Hacking Suðurland fór fram að miklum hluta í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafræn leið til samsköpunar þróuð af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka var öllum opin óháð staðsetningu. Þátttakendur fengu tækifæri til að kynnast nýtingu auðlinda á Suðurlandi, tengjast nýju fólki og eflast í að vinna ný verkefni út frá áskorunum svæðisins.

Níu teymi skráðu sig til leiks og þróuðu áfram verkefni og kynntu fyrir dómnefnd. Sigurvegari Hacking Hekla / Suðurland var Ómangó sem mun rækta suðræna ávexti á Íslandi með frumuræktun.

Aðstandendur

Hacking Hekla, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Nordic Food in Tourism og Austan mána.

Tímarammi

16.-18. október 2020

Dómnefnd

Verðlaun

Sigurvegarar Hacking Suðurland er Ómangó sem ætla að rækta suðræna ávexti með frumuræktun og munu nota til þess hátækni ræktunartanka

Verkefnið mun gera íslendingum kleift að rækta suðræna ávexti með frumuræktun og mun nota til þess hátækni ræktunartanka. Örugg, sjálfbær og heilbrigð leið til að auka öryggi og fjölbreytni matvæla á Íslandi.

Aðrar viðurkenningar

2. sæti - Bringing Back the Milkman

Mjólkurbíllinn var mikilvægur samfélagslegur hlekkur hér áður fyrr og flutti mjólk og fréttir á milli bæja. Við viljum endurvekja mjólkurbílinn og keyra um Suðurland og flytja vörur framleiðanda og frumkvöðla til neytenda.

3. sæti - Leifur Arnar

Verkefnið ætlar sér að minnka matarsóun á hlekkjum virðiskeðjunnar þar sem fyrirtæki liggja. Vandamálið verður leyst með smáforriti og miðlægu uppvinnslu eldhúsi.