Nýsköpunarhádegi

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita

Nýsköpunarhádegið bauð almenningi að fylgjast með streymi á sex viðtölum þar sem tekið var á móti gestum úr mismunandi atvinnugreinum til að varpa ljósi á nýsköpunarstarf á Norðurlandi. Fjallað var um nýsköpun í ferðaþjónustu, menntamálum, matvælaframleiðslu, hönnun og listum, menningarmálum og fleira.

Nýsköpunarhádegið er einn af þremur viðburðum sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurland eystra (SSNE) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) stóðu fyrir í tengslum við Nýsköpunarvikuna 26.05-02.06 2021. Aðrir viðburðir voru Nýsköpunarferðalag og Hugmyndaþorpið Norðurland.