Munur á milli breytinga „Norðurland vestra“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
Lína 1: Lína 1:
Norðurland vestra nær yfir 12.737 km² eða allt frá Stikuhálsi á milli Bitrufjarðar og Hrútafjarðar, austur um Húnavatnssýslur og Skagafjörð að Tröllaskaga en landsvæðið telur í heild sinni 7.430 íbúa. Sjö sveitarfélög tilheyra landshlutanum en það eru Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blöndósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitafélagið Skagafjörður og Akrahreppur. Fjölmennast er Sveitarfélagið Skagafjörður með rúmlega 4.000 íbúa en fámennast Skagabyggð með rétt rúmlega 90 íbúa.  
Norðurland vestra nær yfir 12.737 km² eða allt frá Stikuhálsi á milli Bitrufjarðar og Hrútafjarðar, austur um Húnavatnssýslur og Skagafjörð að Tröllaskaga en landsvæðið telur í heild sinni 7.430 íbúa. Sjö sveitarfélög tilheyra landshlutanum en það eru Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blöndósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitafélagið Skagafjörður og Akrahreppur. Fjölmennast er Sveitarfélagið Skagafjörður með rúmlega 4.000 íbúa en fámennast Skagabyggð með rétt rúmlega 90 íbúa.  


Landshlutinn er einn af helstu landbúnaðarhéruðum landsins en í [https://www.ssnv.is/static/files/Mappa/soknaraaetlun/ssnv_sokn_skyrsla_net_.pdf sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024] kemur fram að nokkurrar fábreytni gæti innan atvinnulífsins en jafnframt að Norðurland vesgra glími við fámenni og lágt menntunarstig. Stefna landshlutans er að efla atvinnuþróun og nýsköpun sem styður við vöxt lykilatvinnugreina og laðar til sín menntað og hæft fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Megináherslur Sóknaráætlunar 2020-2024 í atvinnuþróun og nýsköpun fela í sér að:
Landshlutinn er einn af helstu landbúnaðarhéruðum landsins en í [https://www.ssnv.is/static/files/Mappa/soknaraaetlun/ssnv_sokn_skyrsla_net_.pdf Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024] kemur fram að nokkurrar fábreytni gæti innan atvinnulífsins en jafnframt að Norðurland vesgra glími við fámenni og lágt menntunarstig. Stefna landshlutans er að efla atvinnuþróun og nýsköpun sem styður við vöxt lykilatvinnugreina og laðar til sín menntað og hæft fólk á öllum sviðum atvinnulífsins.  
 
Megináherslur Sóknaráætlunar 2020-2024 í atvinnuþróun og nýsköpun fela í sér að:
* Auka fullvinnslu afurða
* Auka fullvinnslu afurða
* Fjölga vaxtarbroddum og styrkja grunnstoðir í atvinnulífinu, s.s. í ferðaþjónustu, nýsköpun, vöruþróun, landbúnaði og sjávarútvegi
* Fjölga vaxtarbroddum og styrkja grunnstoðir í atvinnulífinu, s.s. í ferðaþjónustu, nýsköpun, vöruþróun, landbúnaði og sjávarútvegi

Útgáfa síðunnar 22. nóvember 2021 kl. 12:07

Norðurland vestra nær yfir 12.737 km² eða allt frá Stikuhálsi á milli Bitrufjarðar og Hrútafjarðar, austur um Húnavatnssýslur og Skagafjörð að Tröllaskaga en landsvæðið telur í heild sinni 7.430 íbúa. Sjö sveitarfélög tilheyra landshlutanum en það eru Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blöndósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitafélagið Skagafjörður og Akrahreppur. Fjölmennast er Sveitarfélagið Skagafjörður með rúmlega 4.000 íbúa en fámennast Skagabyggð með rétt rúmlega 90 íbúa.

Landshlutinn er einn af helstu landbúnaðarhéruðum landsins en í Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024 kemur fram að nokkurrar fábreytni gæti innan atvinnulífsins en jafnframt að Norðurland vesgra glími við fámenni og lágt menntunarstig. Stefna landshlutans er að efla atvinnuþróun og nýsköpun sem styður við vöxt lykilatvinnugreina og laðar til sín menntað og hæft fólk á öllum sviðum atvinnulífsins.

Megináherslur Sóknaráætlunar 2020-2024 í atvinnuþróun og nýsköpun fela í sér að:

  • Auka fullvinnslu afurða
  • Fjölga vaxtarbroddum og styrkja grunnstoðir í atvinnulífinu, s.s. í ferðaþjónustu, nýsköpun, vöruþróun, landbúnaði og sjávarútvegi
  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum atvinnustarfsemi á svæðinu.

Lausnamót (e. Hackathon)

Hacking Norðurland er hluti af lausnamótaröð Hacking Hekla sem hóf göngu sína árið 2020. Hacking Norðurland er annað mótið sem haldið hefur verið á vegum Hacking Hekla.

Hraðlar

  • Norðanátt / Hringrás nýsköpunnar
  • Vaxtarrými er viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi.
  • Hæfnihringir er samstarfsverkefni landshlutasamtaka að bjóða konum í atvinnurekstri stuðning og fræðslu.

Nýsköpunarviðburðir

Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými

Verið - vísindagarðar & nýsköpunarsetur

Verið er staðsett á Háeyri Sauðárkróki en Háskólinn á Hólum hefur leyfi til að starfrækja þar fiskeldi í samstarfi við Fisk Seafood.

Útibúið - skrifstofusetur

Útibúið er skrifstofusetur eða samvinnurými á Hvammstanga staðsett í gömlu bankaútibúi Landsbankans.

Textílmiðstöð Íslands

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi er samþætting Textílseturs Íslands (stofnað 2005) og Þekkingarsetursins á Blönduósi (stofnað 2012). Þar er rekin fjölbreytt starfsemi en áhersla er lögð á nýsköpunar-, þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbygginu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni. Textílmiðstöð Íslands byggir á samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og víðar, bæði í rannsóknar- og þróunarverkefnum á sérsviðum stofnunarinnar og eflingu menntunar. Textílmiðstöð Íslands er hluti af Samtökum þekkingarsetra (SÞS).

  • Ós Textílmiðstöð: Alþjóðleg vinnusmiðja ætluð listafólki, fræðafólki og hönnuðum í textíl þar sem hægt er að sækja um mánaðardvöl í samvinnurými Textílmiðstöðvarinnar.
  • Textíllab: Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi opnaði í maí 2021. Textílsmiðjan er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínylprentara.

Stuðningsumhverfi

Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum vill efla nýsköpun og tengsl við atvinnulífið. Í stefnu Háskólans á Hólum 2021-2025 kemur m.a. fram að „Háskólinn þróar kennsluhætti og hvetur til nýsköpunar, og styrkir tengsl náms, kennslu, atvinnulífs og samfélags. Háskólinn er leiðandi afl í mótun sérfræðinga á fagsviðum ferðamála, viðburðastjórnunar, fiskeldis, fiskalíffræði, vatnalíffræði, reiðmennsku- og reiðkennslu. [...] Þá telur Háskólinn á Hólum það vera hlutverk sitt að vinna að rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum í samstarfi við atvinnugreinar sem snerta fræðasvið hans.“

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Farskólanum er ætlað að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð. Skólinn býður uppá samvinnurými fyrir nemendur. Námsverin eru ætluð háskólanemum í fjarnámi auk annara fjarnema.

Nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra

Nafn Staðsetning Lýsing
Breiðargerði Skagafjörður Garðyrkjustöð með vottaða lífræna ræktun.
Pure Natura Sauðárkrókur Framleiðir hágæða bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni; innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum og villtum jurtum.
Austan Vatna Skagafjörður Framleiðir Chimicurri sósur og fullvinnur kjötafurðir. Notast er við staðbundin hráefni og lögð áhersla á mikilvægi samspils náttúru og dýra.
Brúnastaðir Ostavinnsla Skagafjörður Handgerðir geita- og sauðfjárostar.
Hvammshlíðarostur Blönduós Ostar framleiddir úr íslensku hráefni; kúamjólk (stundum geita- eða sauðamjólk), villijurtum, fléttum og þörungum og sjávarsalt.
Matarkistan Skagafjörður Skagafjörður Ýmsir aðilar í héraðinu vinna saman að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri. Vefverslun beint frá býli.
Hitaveita í Hrútafirði Hrútafjörður Mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu. Prufudæling borholu (RS-14) á Reykjatanga í Hrútafirði og mat á vinnslugetu jarðhitasvæðisins og hugsanlegri stækkun hitaveitunnar.
Textílmiðstöð Blönduós „Sól í sveit“ Uppbyggingar á textíltengdri ferðaþjónustu á Húnavöllum. Kynning á íslensku ullinni, námskeið og kennsla í textíl með nýtingu og vörusölu í huga.
Kakalaskáli Kringlumýri í Blönduhlíð Skálinn er hugsaður sem umhverfi fyrir sögumann sem segir frá atburðum á Sturlungaöld. Þar er boðið upp á sögustundir, sérsýningar og margt fleira.
Kolefnisspor Norðurlands vestra Skýrsla sem skýrir að endurheimt votlendis á óræktuðum framræstum jarðvegi sé árangursríkasta leiðin til að draga úr losun gróðurhúsategunda á endurheimtu votlendis og gera grunnrannsóknir til að meta árangur.