Samvinnurými

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 3. febrúar 2022 kl. 15:25 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2022 kl. 15:25 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita
Austurland

Sköpunarmiðstöðin er samvinnurými og miðstöð lista og nýsköpunar starfrækt í gamalli fiskverksmiðju. Meðal þess sem boðið er uppá eru námskeið og vinnustofur, listdvöl (e. art residency) og fullbúið hljóðupptökuver.

Múlinn samvinnuhús er samvinnurými og miðstöð nýsköpunar. Húsnæðið sem hýsir ólík fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Herðubreið á Seyðisfirði er menningar- og félagsheimili Seyðisfjarðar hýsir ýmsar hátíðir, þar má til dæmis nefna LungA-hátíðina, List í Ljósi og kvikmyndahátíðina Flat Earth film festival. LungA-skólinn er með starfssemi sína í húsinu á veturnar á annari hæð húsins. Herðubreið er með tvo sali (annar með sviði) og getur hýst stórar veislur, dansleiki, ráðstefnur, fundi og fleira. Húsið bíður einnig uppá minni sali fyrir smærri viðburði og fundi.  

Norðurland eystra

Friðlandsstofa er fræðslusetur og aðsetur starfsmanns Friðlandsins. Friðlandsstofa er staðsett í gamla skólanum í Dalvíkurbyggð. Dalvíkurbyggð og Umhverfisstofnun standa að stofnun Friðlandsstofu.

AkureyrarAkademían er samfélag fólks á Norðurlandi sem stundar háskólanám og sinnir fræði- og ritstörfum. AkureyrarAkademían er til húsa í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12 á Akureyri og þar stendur einstaklingum til boða að leigja sér vinnuaðstöðu og taka þátt í þverfaglegu fræðasamfélagi.

Norðurland vestra

Útibúið - Skrifstofusetur Samvinnurými staðsett í gömlu bankaútibúi Landsbankans á Hvammstanga.

Textílmiðstöð Íslands Samþætting Textílseturs Íslands og Þekkingarsetursins á Blönduósi. Þar er fjölbreytt starfsemi en áhersla er lögð á nýsköpunar-, þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbygginu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni.

NES - Listamiðstöð Miðstöð með vinnustofum listamanna, sýningahaldi, og kynningu á menningu og listum í samstarfi við innlenda og erlenda listamenn. Starfrækt í fyrrum fiskvinnsluhúsi á Skagaströnd.

Suðurland

Fjölheimar á Selfossi hýsa ýmis fyrirtæki og stofnanir á borð við Fræðslunetið - Símenntun á Suðurland, Háskólafélag Suðurlands og Hreiðrið. Í Fjölheimum fer fram fjölbreytt starfsemi en fjöldi kennslustofa eru í húsinu fyrir fjarkennslu. Þar eru einnig fjöldi skrifstofa, en hluti þeirra er leigður til ýmissa stofnana og einyrkja.

Hreiðrið Hreiðrið er til húsa í Fjölheimum á Selfossi. Tilgangur þess er að styðja við og efla frumkvöðla á Suðurlandi. Hreiðrinu er stýrt af Háskólafélagi Suðurlands en samstarf um frumkvöðlahandleiðslu er við ráðgjafa á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), FabLab Selfoss og Atorku auk leiðara (e. mentors) úr sunnlensku samfélagi sem bjóða frumkvöðlum vinnuaðstöðu.

Verið vinnustofa í Þorlákshöfn er rekið af Sveitarfélagnu Ölfusi, Landsbankanum og Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster. Verið var stofnsett 2021 en þar er samvinnurými þar sem hægt er að leigja skrifstofu- og fundaraðstöðu auk námsvers.

Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri hýsir stofnanir ásamt því að bjóða vinnuaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Kötlusetur í Vík er menningar- og upplýsingasetur sem býður uppá námsver og fundaraðstöðu.

Vestfirðir

Blábankinn á Þingeyri Samfélags- og nýsköpunarmiðstöð starfrækt frá árinu 2017. Blábankinn býður samvinnurými ásamt annari þjónustu við bæjarbúa ásamt því að halda hraðalinn Startup Westfjords.

Djúpið í Bolungarvík Samfélags- og nýsköpunarmiðstöð með áherslu á nýsköpun í matvælaiðnaði. Djúpið býr yfir framleiðsluaðstöðu ásamt samvinnurými.

Muggstofa á Bíldudal Samfé­lags- og nýsköpunarmiðstöð sem opnaði í október 2021. Muggstofa er samstarfs­verk­efni Vest­ur­byggðar og Skrímsla­set­ursins á Bíldudal. Muggstofa veitir opinbera þjónustu ásamt því að bjóða skrifborðsaðstöðu til leigu.

Þróunarsetrið Hólmavík Samfélags- og nýsköpunarmiðstöð starfrækt frá árinu 2008. Þróunarsetrið veitir opinbera þjónustu ásamt því að hýsa fjölmörg fyrirtæki.

Skúrin á Flateyri Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð sem hóf störf árið 2020. Skúrin er samvinnurými sem hýsir fjölmörg fyrirtæki ásamt aðalskrifstofu Lýðskólans.

Skor Þekkingarsetur á Patreksfirði er húsnæði sem hýsir ýmsa opinbera starfsemi auk þess að bjóða skrifborðsaðstöðu til leigu.

Þróunarsetur Vestfjarða á Ísafirði (Vestrahúsið) hýsir starfsemi ýmissa fyrirtækja og opinberra stofnanna. Meðal þeirra er Háskólasetur Vestfjarða sem býður fjarnemum námsaðstöðu auk þess að vera opið rannsóknarfólki og rannsóknarnemum sem dvelja á Vestfjörðum vegna rannsókna sinna.

Fjord people á Ísafirði Samvinnurými sem leggur áherslu á fólk í störfum án staðsetningar sem ferðast til Íslands vegna áhuga á vetraríþróttum og útivist.   

Vesturland

Breið Samvinnurými er samvinnu- og nýsköpunarrými á Akranesi staðsett í fyrrum húsnæði útgerðarfyrirtækisins Brim á iðnaðarsvæði Akranessbæjar svokallaðri Breið. Breið Samvinnurými er hluti af Breið þróunarfélag sem hóf starfsemi sína 2020 en að því standa Akranesbær og útgerðarfyrirtækið Brim.

Röst á Hellissandi er nýlega stofnað samvinnurými staðsett í félagsheimili bæjarinns.

Hugheimar í Borgarnesi hóf starfsemi árið 2014 og hefur býður vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla, listafólk og störf án staðsetningar. staðið fyrir ýmsum viðburðum og námskeiðum sem og boðið vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla, listafólk og störf án staðsetningar.

Árnasetur í Stykkishólmi Skrifstofu- og frumkvöðlasetur sem býður fyrirtækjum og einstaklingum vinnuaðstöðu.

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetu í Dalabyggð Fyrir liggur að setja upp nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, en Dalabyggð hefur hlotið til þess styrk úr Uppbyggingarsjóði 2020.

Þróunarfélagið Grundartanga vinnur að þróun og uppbyggingu atvinnusvæðisins á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.

Nýsköpunar- og þróunarsetur háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands er samstarfverkefni ætlað að styðja við og efla nýsköpun í landshlutanum.

Suðurnes