Fjölheimar

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita

Síðan í upphafi árs 2013 hefur Háskólafélag Suðurlands rekið þekkingarsamfélagið Fjölheima á Selfossi í húsnæði sem áður hýsti Sandvíkurskóla. Á annan tug samstarfsaðila eru með skrifstofuaðstöðu í húsinu og er starfsemi Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi umfangsmest.

Í Fjölheimum er rúmgóð lesstofa þar sem nemendur, aðallega háskólanemar í fjarnámi, geta leigt sér aðstöðu til náms, alla sjö daga vikunnar, og hafa jafnframt aðgang að sérstakri kaffistofu. Háskólafélagið sér einnig um prófaþjónustu í Fjölheimum og eru árlega þreytt þar um eitt þúsund próf. Þá eru í húsnæðinu kennslustofur og fundarherbergi.

Nýjasta viðbótin í Fjölheimum er aðgangur að svokölluðum vistborðum, en þar er um að ræða fullbúna skrifstofuaðstöðu í fjölnotarými sem hægt er að leigja, t.d. einu sinni eða tvisvar í viku. Er  þess vænst að fólk sem ekur daglega yfir heiðina á höfuðborgarsvæðið geti minnkað vistspor sitt með því að nýta sér þessa aðstöðu.