Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita

Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur er rannsóknar- og fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Lögð er áhersla á að starfsemin sé í fullu samræmi bæði við áherslur í stefnumörkun sveitarfélagsins og kröfur og aðstæður í nútíma upplýsinga- og þekkingarþjóðfélagi. Nemendur geta fengið aðstöðu til að stunda nám á Kirkjubæjarstofu og þar er Fræðslunet Suðurlands með aðstöðu fyrir staðnám eða fjarnám. Í rýmibnu er skrifstofuaðstaða fyrir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,  Bændabókhaldsins, Náttúrustofu Suðausturlands, atvinnuráðgjafa Skaftárhrepps, kynningarfulltrúa Skaftárhrepps ásamt sjálfstætt starfandi einstaklingum.