Vestfirðir

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 12:03 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 12:03 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) (→‎Nýsköpunarverkefni á Vestfjörðum)
Stökkva á:flakk, leita
Landshluti
thumb
Íbúafjöldi7220
Flatarmál22271 km²

Atvinna og nýsköpun er eitt af fjórum meginmarkmiðum landshlutans í Sóknaráætlun 2020-2024 en þar er lögð áhersla á að „Fjölga fyrirtækjum, störfum og vel menntuðu starfsfólki og auka þannig verðmætasköpun í landshlutanum“.

Lausnamót

Hraðlar

Startup Westfjords er nýsköpunar „hemill“ á Þingeyri fyrir sprotafyrirtæki, teymi og einstaklinga með nýsköpunarverkefni í öllum stigum. Hemillinn leggur áherslu á að hægja á vinnu til að fá yfirsýn og skýrleika. Verkefnið er á vegum samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvarinnar Blábankans.

LausnaVer er leiðtogaþjálfun fyrir ungt fólk og ætlað að skapa vettvang til að skapa verðmæti í matvælaframleiðslu og finna nýjar lausnir á gömlum og viðvarandi vandamálum. Að LausnaVeri standa Skúrin, samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Flateyri og Djúpið frumkvöðlamiðstöð í Bolungarvík og Ísafirði.

Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými

Blábankinn er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Þingeyri. Blábankinn býður samvinnurými ásamt annari þjónustu við bæjarbúa ásamt því að halda hraðalinn Startup Westfjords.

Djúpið er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Ísafirði sem leggur áherslu á nýsköpun í matvælaiðnaði. Djúpið býr yfir vottaðri framleiðsluaðstöðu fyrir matvæli ásamt votrými.

Muggstofa er samfé­lags- og nýsköpunarmiðstöð á Bíldudal sem hóf starfsemi 2021. Muggstofa er samstarfs­verk­efni Vest­ur­byggðar og Skrímsla­set­ursins á Bíldudal. Muggstofa veitir opinbera þjónustu ásamt því að bjóða skrifborðsaðstöðu til leigu.

Þróunarsetrið Hólmavík Samfélagsmiðstöð starfrækt frá árinu 2008. Þróunarsetrið hýsir fjölmargar stofnanir og fyrirtæki ásamt því að leigja skrifstofuaðstöðu.

Skúrin er nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð á Flateyri sem hóf störf árið 2020. Skúrin er samvinnurými sem hýsir fjölmörg fyrirtæki ásamt aðalskrifstofu Lýðskólans.

Skor Þekkingarsetur er staðsett á Patreksfirði og hýsir ýmsa opinbera starfsemi auk þess að bjóða skrifborðsaðstöðu til leigu.

Þróunarsetur Vestfjarða á Ísafirði (Vestrahúsið) hýsir starfsemi ýmissa fyrirtækja og opinberra stofnanna. Meðal þeirra er Háskólasetur Vestfjarða sem býður fjarnemum námsaðstöðu auk þess að vera opið rannsóknarfólki og rannsóknarnemum sem dvelja á Vestfjörðum vegna rannsókna sinna.

Fjord People er samvinnurými á Ísafirði sem leggur áherslu að bjóða vinnuaðstöðu fyrir fólk sem ferðast til Íslands vegna áhuga á vetraríþróttum og útivist.

Sýslið verkstöð er miðstöð á Hólmavík sem var stofnsett árið 2020. Sýslið samanstendur af verkstæðum sem opin eru til að hanna og skapa. Sýslið stendur fyrir ýmsum námskeiðum tengdum listum, hönnun og nýsköpun.

Annað stuðningsumhverfi

Háskólasetur Vestfjarða Stofnun á háskólastigi sem m.a. býður uppá meistaranám í sjávartengdri nýsköpun. Stofnunin sinnir einnig rannsóknum í samstarfi við rannsóknarstofnanir innan og utan Vestfjarða.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum Rannsóknarsetur staðsett á Hólmavík. Rannsóknir í þjóðfræði og sérstök áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Að auki er margvíslegt samstarf við listafólk, fræðimenn og menningarstofnanir á Ströndum.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum Rannsóknarsetur staðsett í Bolungarvík. Grunn- og hagnýtar rannsóknir á lífríki sjávar og strandsvæða og nýtingu sjávarafurða. Flest verkefni setursins eru unnin með styrkjum frá samkeppnissjóðum og því innan ákveðins tímaramma gjarnan með þátttöku rannsóknanema. Langtímamarkmið með verkefnunum er að byggja upp miðstöð þekkingar og aðstöðu til rannsókna á nærsjó á Vestfjörðum, stuðla að notkun vísindalegra gagna í nýtingu strandsvæða og að skilja þátt sjávarafurða í þróun byggða á Íslandi.

Nýsköpunarverkefni á Vestfjörðum

Nafn Staðsetning Lýsing
Blámi Bolungarvík Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Markmið Bláma er að ýta undir og styðja við orkuskipti í samgöngum og sjávartengdum iðnaði ásamt því að efla nýsköpun á sviði orkunýtingar.
True Westfjords D-styrktur Dropi - Frá hæstu hæðum að dýpstu djúpum
Eldey Aqua Bolungarvík Þararækt
Kerecis Húðvörur unnar úr fiskroði.
Litlasif Vörur úr endurnýttum textíl.