Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum
Úr Vistkerfi nýsköpunar
Vefsíða | |
---|---|
Tegund | Rannsóknarsetur |
Netfang | gaol@hi.is |
Heimilisfang | Hafnargata 9b, 415 |
Staður | Bolungarvík |
Landshluti | Vestfirðir |
Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum er hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands víða um land.
Setrið staðsett í Bolungarvík en þar eru stundaðar grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir á lífríki sjávar og strandsvæða og nýtingu sjávarafurða. Flest verkefni setursins eru unnin með styrkjum frá samkeppnissjóðum og því innan ákveðins tímaramma gjarnan með þátttöku rannsóknanema.
Langtímamarkmið með verkefnunum er að byggja upp miðstöð þekkingar og aðstöðu til rannsókna á nærsjó á Vestfjörðum, stuðla að notkun vísindalegra gagna í nýtingu strandsvæða og að skilja þátt sjávarafurða í þróun byggða á Íslandi.
Verkefnin falla í þrjá meginflokka sem geta skarast:
- Vistfræði í nærsjó og strandsvæðum
- Hagnýt þróunarvistfræði
- Sjávarfornleifafræði
... more about "Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum"
EmailThis property is a special property in this wiki.