Norðurland eystra

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 12:07 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 12:07 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
Norðurland eystra

Norðurland eystra nær yfir 22.735 km² eða allt frá Tröllaskaga í vestri, yfir Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur austur til Sandvíkurheiðar á milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar. Á svæðinu eru þrettán sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Sveitarfélögin eru Akureyri, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Svalbarðshreppur, Tjörneshreppur og Langanesbyggð. Fjölmennasta sveitarfélagið er Akureyri með tæplega 19.000 íbúa en fámennastur er Svalbarðshreppur með rétt rúmlega 90 íbúa.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur það að yfirlýstu markmiði í sóknaráætlun sinni fyrir 2020-2024 að „Efla fjölbreytt atvinnulíf og stuðla að nýsköpun á öllu svæðinu. Sérstök áhersla er lögð á matvælatækni, velferðartækni, frumgreinar, ferðaþjónustu, og norðurslóðamál“.

Lausnamót (e. Hackathon)

Lausnamótið Hacking Norðurland var fyrst haldið árið 2021 undir yfirskriftinni Matur, vatn, orka: Leiðin að sjálfbærni. Mótið er hluti af lausnamótaröð Hacking Hekla sem hóf göngu sína árið 2020. Hacking Norðurland var haldið á vegum Eims, Nordic Food in Tourism, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra SSNE, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra SSNV og Nýsköpunar í norðri í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorp Austan mána.

Hraðlar

Norðanátt / Hringrás nýsköpunnar

Vaxtarrými er viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi

Hæfnihringir er samstarfsverkefni landshlutasamtaka að bjóða konum í atvinnurekstri stuðning og fræðslu.

Nýsköpunarviðburðir

Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými

Friðlandsstofa er fræðslusetur og aðsetur starfsmanns Friðlandsins. Friðlandsstofa er staðsett í gamla skólanum í Dalvíkurbyggð. Dalvíkurbyggð og Umhverfisstofnun standa að stofnun Friðlandsstofu.

Annað stuðningsumhverfi

Háskólinn á Akureyri kemur að ýmsum rannsóknum sem tengjast nýsköpun m.a. í gegnum doktorsnema við skólann og Erasmus+ verkefni.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík .

Nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra

Kaffi kú Akureyri Veitingastaður í hátæknifjósi og sælkeraverslun beint frá býli.
Gilhagi Öxarfjörður Ullarvinnsla á ull úr héraði.
Mýsilica Bjarnarflag Hágæða húðvörur unnar úr náttúrulegum kísil og steinefnaríku jarðhitavatni sem fellur til við vinnslu á jarðvarma. Samstarf við HA.
Mórúnir Keldur Handlituð upp og opin jurtalitunarstofa í Lóni í Kelduhverfi þar sem hægt er að versla garn og kynnast framleiðsluferlinu.
Friðlandsstofa Dalvík Fræðslusetur, samvinnurými og aðsetur starfsmanns Friðlandsins.
Samfélagsgróðurhús Öxarfjörður Eitt þriggja tilraunaverkefna í alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist Crowdthermal unnið af Eimi og GEORG.
Mýsköpun Bjarnarflag Tilraunaræktun á smáþörungnum til að þróa og framleiða spirulina duft sem fæðubótaefni.
SinfoniaNord Akureyri Uppbygging, rekstur og markaðssetning tónlistarupptökustarfsemi í Hofi með áherslu á sinfóníska kvikmyndatónlist.
Norðurstrandaleið Býður ferðamönnum að kanna norðurströnd Íslands en leiðin fer um alla strandlengjuna, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri.
Verksmiðjan á Hjalteyri Hjalteyri Gestavinnustofa og sýningarstaður fyrir samtímalist.
Ektafiskur Hauganes Framleiðir næringarríkan saltstein fyrir búfé úr afsalti sem fellur til við söltun á fiski.
Plastgarðar Akureyri Þróa heyrúllupoka úr endurunnu plasti sem hægt er að nota ár eftir ár og skapa þannig hringrásarhagkerfi landbúnaðarplasts.
Íslandsþari Húsavík Nýtir jarðhita til að vinna verðmætar afurðir úr stórþara sem vex í miklu magni við Norðurland.
Nægtarbrunnur Náttúrunnar Bárðardalur Þróun nýrra drykkjarvara úr staðbundnu hráefni s.s. grasöli og rabarbarafreyðivíni.
Icelandic Eider Akureyri Sérhæfir sig í fullvinnslu æðardúns og þróun á útivistarvörum. Um er að ræða sjálfbærar vörur þar sem dúnninn fellur til af villtum fuglum og til hreinsunar er notast við jarðvarma af svæðinu.