Textílmiðstöð Íslands

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 11:31 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 11:31 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
thumb
Vefsíða
TegundMiðstöð
Netfangtextilmidstod@textilmidstod.is
Heimilisfang Árbraut 31, 540
Staður Blönduós
LandshlutiNorðurland vestra
Loading map...


Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi er samþætting Textílseturs Íslands (stofnað 2005) og Þekkingarsetursins á Blönduósi (stofnað 2012). Þar er rekin fjölbreytt starfsemi en áhersla er lögð á nýsköpunar-, þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbygginu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni.

Textílmiðstöð Íslands byggir á samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og víðar, bæði í rannsóknar- og þróunarverkefnum á sérsviðum stofnunarinnar og eflingu menntunar en Textílmiðstöðin er hluti af Samtökum þekkingarsetra (SÞS). Textílmiðstöð Íslands er jafnframt þátttakandi í erlendum samstarfsverkefnum í gegnum NORA og Horizon2020 CENTRINNO. Miðstöðin stóð fyrir lausnamótinu Ullarþon.

Innan Textílmiðstöðvarinnar má finna:

  • Ós Textíllistamiðstöð: Alþjóðleg vinnusmiðja ætluð listafólki, fræðafólki og hönnuðum í textíl þar sem hægt er að sækja um mánaðardvöl í samvinnurými Textílmiðstöðvarinnar.
  • Textíllab: Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi opnaði í maí 2021. Textílsmiðjan er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínylprentara.
  • Textílklasa: Textílmiðstöð Íslands vinnur að mótun Textílklasa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).