Þekkingarsetrið á Blönduósi

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
thumb
Vefsíða
TegundÞekkingarsetur
Netfangtextilmidstod@textilmidstod.is
Heimilisfang Árbraut 31, 540
Staður Blönduós
LandshlutiNorðurland vestra
Loading map...


Þekkingarsetrið á Blönduósi var stofnað árið 2012 en markmið þess er m.a. að vera miðstöð fyrir rannsókna- og þróunarverkefni á sviði textíls, strandmenningar og laxa á Norðurlandi vestra og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna og fræðastarfs. Þekkingarsetrið rann saman við Textílsetrið og mynda þessar tvær stofnanir Textílmiðstöð Íslands.

Textílmiðstöðin hefur það meginmarkmið vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Jafnframt sinnir Textílmiðstöðin því hlutverki að bjóða upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu með aðgengi að fjarfundabúnaði og próftöku í samstarfi við aðila háskóla og símenntunarstöðva.

Í starfsemi Textílmiðstöðvarinnar er lögð áhersla á nýsköpunar-, þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbygginu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni. Í Kvennaskólanum er einnig rekin alþjóðleg Textíllistamiðstöð, Ós, í samstarfi við Textílmiðstöðina.

Starfsemi Textílmiðstöðvar byggir á samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þann 22. apríl 2020 voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Textílmiðstöð Íslands er aðili að. Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar.