Fab Lab

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Fab Lab á rætur sínar að rekja til Center for Bits and Atoms hjá MIT háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum. Þeirri stofnun stýrir prófessor Neil Gershenfeld sem auk þess að stunda miklar rannsóknir á þessu sviði kennir hann áfanga hjá MIT sem heitir How to Make (Almost) Anything.

Árið 2008 þegar Fyrsta Fab Lab smiðjan á Íslandi var sett á laggirnar árið 2008 í Vestmannaeyjum.

Starfsstöðvar

Fab Lab Akureyri

Fab Lab Austurland

Fab Lab Hornafjörður

Fab Lab Húsavík

Fab Lab Ísafjörður

Fab Lab Reykjavík

Fab Lab Sauðárkrókur

Fab Lab Selfoss

Fab Lab Strandir

Fab Lab Vestmannaeyjar