Þekkingarsetur

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 21. janúar 2022 kl. 12:19 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. janúar 2022 kl. 12:19 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita

Suðurland

Þekkingarsetur Vestmannaeyja Þekkingarsetur Vestmannaeyja Starfsemi stofnanna og fyrirtækja innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja er fjölþætt og kemur víða við sögu, t.a.m. í atvinnulífi, ferðamálum, menningarstarfsemi og menntun. Verkefni á vegum stofnanna eru ýmist verkefni sem eru unnin í breiðu samstarfi innan Þekkingarsetursins og/eða verkefni unnin í samstarfi við atvinnulífið í Vestmannaeyjum.

Nýheimar - Þekkingarsetur Nýheimar - Þekkingarsetur Hornafirðiá Hornafirði er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Aðilar að setrinu eru: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið. Nýheimar þekkingarsetur sameinar þessar ólíku stofnanir undir einn hatt í þeim tilgangi að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni, stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu.

Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur er rannsóknar- og fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Lögð er áhersla á að starfsemin sé í fullu samræmi bæði við áherslur í stefnumörkun sveitarfélagsins og kröfur og aðstæður í nútíma upplýsinga- og þekkingarþjóðfélagi. Nemendur geta fengið aðstöðu til að stunda nám á Kirkjubæjarstofu og þar er Fræðslunet Suðurlands með aðstöðu fyrir staðnám eða fjarnám. Í rýmibnu er skrifstofuaðstaða fyrir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,  Bændabókhaldsins, Náttúrustofu Suðausturlands, atvinnuráðgjafa Skaftárhrepps, kynningarfulltrúa Skaftárhrepps ásamt sjálfstætt starfandi einstaklingum.

Kötlusetur Kötlusetur á Vík er miðstöð fræðslu, menningar og ferðamála og þjónar margþættu hlutverki m.a. sem Gestastofa Kötlu jarðvangs, Menningarmiðstöð Mýrdælinga, Upplýsingamiðstöð, Safn- og sýningarrými. Setrinu er ætlað það hlutverk að vera fræða- og menningarsetur í Mýrdal. Verkefnin fyrst um sinn er að sinna safna- og menningartengdri starfsemi sem komin er á fót í Brydebúð og vinna að mótun og eflingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Þá er Kötlusetur stofnaðili að Kötlu jarðvangi (Katla Geopark) sem sem nýlega fékk inngöngu í European Geoparks Network (EGN) og UNESCO Global Network of Geoparks.


Suðurnes

Þekkingarsetur Suðurnesja Þekkingarsetur Suðurnesja Markmið Þekkingarseturs Suðurnesja snúa meðal annars að: rannsóknum og þróun, háskólanámi og samþættingu þekkingarstarfs og símenntun og samstarfi við aðrar menntastofnanir á Suðurnesjum.


Norðurland

Þekkingarnet Þingeyinga Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólanáms- og rannsóknasetur sem starfar á grunni tveggja stofnana er sameinaðar voru árið 2006. Annars vegar er um að ræða símenntunarmiðstöðina Fræðslumiðstöð Þingeyinga og hins vegar háskólanáms- og rannsóknasetur sem starfaði undir nafni Þekkingarseturs Þingeyinga fram að sameiningunni. Símenntunarstarfsemin hófst árið 1999 um svipað leyti og aðrar símenntunarstöðvar á landinu hófu starfsemi. Háskólanáms- og rannsóknahlutinn fór hins vegar af stað árið 2003 samhliða Náttúrustofu Norðausturlands, sem starfar undir sama þaki og höfuðstöðvar Þekkingarnetsins á Húsavík.