Nýheimar - Þekkingarsetur
Úr Vistkerfi nýsköpunar
Nýheimar - Þekkingarsetur á Hornafirði er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Aðilar að setrinu eru: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið. Nýheimar þekkingarsetur sameinar þessar ólíku stofnanir undir einn hatt í þeim tilgangi að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni, stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu.