Norðurland eystra
Norðurland eystra nær yfir 22.735 km² eða allt frá Tröllaskaga í vestri, yfir Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur austur til Sandvíkurheiðar á milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar. Á svæðinu eru þrettán sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Sveitarfélögin eru Akureyri, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Svalbarðshreppur, Tjörneshreppur og Langanesbyggð. Fjölmennasta sveitarfélagið er Akureyri með tæplega 19.000 íbúa en fámennastur er Svalbarðshreppur með 91 íbúa.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur það að yfirlýstu markmiði í sóknaráætlun sinni fyrir 2020-2024 að „Efla fjölbreytt atvinnulíf og stuðla að nýsköpun á öllu svæðinu. Sérstök áhersla er lögð á matvælatækni, velferðartækni, frumgreinar, ferðaþjónustu, og norðurslóðamál“.