Munur á milli breytinga „Þekkingarsetur“
Lína 14: | Lína 14: | ||
'''Suðurnes''' | '''Suðurnes''' | ||
[[Þekkingarsetur Suðurnesja] | [[Þekkingarsetur Suðurnesja]] Markmið Þekkingarsetursins snúa meðal annars að: rannsóknum og þróun, háskólanámi og samþættingu þekkingarstarfs og símenntunar og samstarfi við aðrar menntastofnanir á Suðurnesjum. | ||
Útgáfa síðunnar 24. janúar 2022 kl. 10:05
Suðurland
Þekkingarsetur Vestmannaeyja Starfsemi stofnanna og fyrirtækja innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja er fjölþætt og kemur víða við sögu, t.a.m. í atvinnulífi, ferðamálum, menningarstarfsemi og menntun.
Nýheimar - Þekkingarsetur á Hornafirði er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi.
Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur er rannsóknar- og fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins.
Kötlusetur á Vík er miðstöð fræðslu, menningar og ferðamála og þjónar margþættu hlutverki m.a. sem Gestastofa Kötlu jarðvangs, Menningarmiðstöð Mýrdælinga, Upplýsingamiðstöð, Safn- og sýningarrými.
Suðurnes
Þekkingarsetur Suðurnesja Markmið Þekkingarsetursins snúa meðal annars að: rannsóknum og þróun, háskólanámi og samþættingu þekkingarstarfs og símenntunar og samstarfi við aðrar menntastofnanir á Suðurnesjum.
Norðurland
Þekkingarnet Þingeyinga Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólanáms- og rannsóknasetur sem starfar á grunni tveggja stofnana er sameinaðar voru árið 2006. Annars vegar er um að ræða símenntunarmiðstöðina Fræðslumiðstöð Þingeyinga og hins vegar háskólanáms- og rannsóknasetur sem starfaði undir nafni Þekkingarseturs Þingeyinga fram að sameiningunni. Símenntunarstarfsemin hófst árið 1999 um svipað leyti og aðrar símenntunarstöðvar á landinu hófu starfsemi. Háskólanáms- og rannsóknahlutinn fór hins vegar af stað árið 2003 samhliða Náttúrustofu Norðausturlands, sem starfar undir sama þaki og höfuðstöðvar Þekkingarnetsins á Húsavík.