Hacking Reykjanes

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita


thumb
Vefsíða
TegundLausnamót
Netfangsvava@rata.is
Loading map...


Sjá einnig: Hacking Suðurland, Hacking Norðurland og Hacking Austurland.

Fyrsta lausnamót Hacking Hekla á Suðurnesjum fer fram 17.-19. mars 2022. Hacking Reykjanes er haldið á vegum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorp, en yfirskrift mótsins er Sjálfbær framtíð.

Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við fjórum áskorunum:

  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun með því að nýta orkuna á Reykjanesi?
  • Hvernig getum við stuðlað að nýsköpun og þróun í sjávarútvegi og tengdum greinum?
  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun þvert á atvinnugreinar með aukinni fullvinnslu afurða til að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi?
  • Hvar liggja tækifærin í nýsköpun og aukinni þjónustu í tenglum við alþjóðaflugvöll, ferðaþjónustu og þjónustu við farþega og flug?


Hacking Reykjanes fer fram að miklum hluta í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafræn leið til samsköpunar þróuð af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka var öllum opin óháð staðsetningu. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Reykjanesi.

Aðstandendur

Hacking Hekla, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), Austan mána.

Tímarammi

17.-19. mars 2022

Dómnefnd

Verðlaun

Aðrar viðurkenningar