Textíllab
Vefsíða | |
---|---|
Tegund | Smiðja |
Netfang | margret.katrin@textilmidstod.is |
Heimilisfang | Þverbraut 1, 540 |
Staður | Blönduós |
Landshluti | Norðurland vestra |
TextílLab, stafræn textílsmiðja, var stofnuð 2021 á vegum Textílmiðstöðvar Íslands. TextílLab rýmið er útbúið stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera.
TextílLab býður upp á aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Lögð er áherslu á nýtingu innlendra hráefna. Stefnt er á að halda námskeið í einstaka tækjum og aðferðum í framtíðinni.
TextílLab er hluti af stóru Evrópuverkefni CENTRINNO sem Textílmiðstöðin tekur þátt í og einnig fjármagnað með styrk úr Innviðasjóði, Lóu-nýsköpunarstyrkur á landsbyggðinni og Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Textílmiðstöð Íslands heldur úti Ós Textíllistamiðstöð sem býður mánaðar listadvöl fyrir listafólk, fræðafólk og hönnuðum sem vinna með textíl, og Textílklasa.