Austurland

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 14. desember 2021 kl. 15:53 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2021 kl. 15:53 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
Austurland

Landshlutinn Austurland er 15.706 km² að flatarmáli og nær allt frá Vopnafirði í norðri og að Djúpavogshrepp í suðri. Á Austurlandi eru fjögur sveitarfélög, Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð. Í landshlutanum búa rétt rúmlega 11.000 íbúar og eru það sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðarbyggð sem eru fjölmennust með yfir 5.000 íbúa. Fámennast er Fljótsdalshreppur með tæplega 100 íbúa.

Í Sóknaráætlun Austfjarða 2020-2024 segir að „í landshlutanum eru sterkar atvinnugreinar sem byggja á staðbundnu hráefni og vinnuafl er stöðugt. Framfarir í atvinnulífinu hafa verið miklar en frumkvöðlastarf og nýsköpun er takmörkuð og skortur er á menntuðu starfsfólki.“

Lausnamót

Hacking Austurland var fyrst haldið árið 2021 undir yfirskriftinni Bláa auðlindin þar sem áhersla var lögð á að vinna að því að þróun lausna við áskorunum tengdum auðlindum hafsins. Mótið er hluti af lausnamótaröð Hacking Hekla sem hóf göngu sína árið 2020. Hacking Austurland var haldið á vegum Austurbrú og Nordic Food in Tourism í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorp.

Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými

Austurbrú Egilstaðir er samfélags og þjónustumiðstöð. Starfsemin miðar að því að ýta undir þróun samfélagsins, atvinnulífsins, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs í landshlutanum.

Sköpunarmiðstöðin (Fish factory) Stöðvarfirði er samvinnurými og miðstöð lista og nýsköpunar staðsett í gamalli fiskverksmiðju. Meðal þess sem boðið er uppá eru námskeið, listdvöl (e. art residency) og fullbúið hljóðupptökuver.

Múlinn samvinnuhús Neskaupsstað er samvinnurými í húsnæði sem hýsir ólík fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Stuðningsumhverfi

Austurbrú Samtök sveitarfélaga á Austurlandi SSA

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík Rannsóknarsetur staðsett á Breiðdalsvík

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi Rannsóknarsetur staðsett á

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði Rannsóknarsetur staðsett í Nýheimum á Höfn.

Nýsköpunarverkefni á Austurlandi