Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV)
Vefsíða | |
---|---|
Tegund | Samtök |
Netfang | ssnv@ssnv.is |
Heimilisfang | Höfðabraut 6, 530 |
Staður | Hvammstangi |
Landshluti | Norðurland vestra |
Samtökin nefnast Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, skammstafað SSNV. Starfssvæði samtakanna afmarkast af sveitarfélagamörkum allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, allt frá Almenningsnöf í austri að Stikuhálsi milli Bitru og Hrútafjarðar í vestri. Heimili og varnarþing samtakanna er á skrifstofu SSNV á Hvammstanga.
Markmið samtakanna eru:
- að efla samvinnu sveitarfélaga og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna
- að vinna að hverjum þeim verkefnum sem aðildarsveitarfélög eða löggjafinn kunna að fela þeim
- að styrkja stöðu aðildarsveitarfélaganna á landsvísu
- að stuðla að eflingu atvinnulífs á Norðurlandi vestra
SSNV hefur tekið þátt í nokkrum nýsköpunarverkefnum með Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), RATA, Austan mána og fleirum en þar má nefna Hæfnihringi, Hacking Norðurland, Ratsjáin, Nýsköpun á Norðurlandi í tengslum við Nýsköpunarvikuna og Norðanátt. Nýjast er Matsjáin sem er samstarfsverkefni Samtaka smáframleiðanda matvæla og landshlutasamtaka sveitarfélaga um land allt.