Suðurland

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 14. janúar 2022 kl. 12:27 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2022 kl. 12:27 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita

Suðurland nær yfir 30.966 km² og afmarkast af Herdísarvík í vestri og Lónsheiði í austri. Á svæðinu eru 15 sveitarfélög með rúmlega 32.000 íbúa. Sveitarfélögin eru Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Vestmannaeyjabær, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður. Fjölmennasta sveitarfélagið er Sveitarfélagið Árborg með tæplega 10.500 íbúa en fámennastur er Ásahreppur með tæplega 300 íbúa.

Í Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 segir að á „Suðurlandi er stuðlað að verðmætaaukningu í framleiðslu með því að hvetja til nýsköpunar og fullvinnslu afurða á þeim hráefnum sem þar verða til“. Jafnframt segir að „vilji [sé] til þess að fjölga störfum án staðsetningar svo stuðla megi að þeirri ásýnd að Suðurland sé eitt atvinnusvæði“.

Lausnamót

Lausnamótið Hacking Suðurland fór fram á Suðurlandi 2020 undir yfirskriftinni Í átt að sjálfbærri framtíð með matartengdri nýsköpun og var það hið fyrsta sem haldið var í mótaröð Hacking Hekla,sem ætlað er að ferðast um landið og draga fram frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og tengja saman frumkvöðlasenurnar í dreifbýli og þéttbýli á Íslandi. Áhersla var lögð á að vinna að því að þróun lausna við áskorunum tengdum auðlindum hafsins. Hacking Suðurland var haldið á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga SASS og Nordic Food in Tourism í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorpi Austan mána.

Hraðall

Startup Orkídea er viðskiptahraðall á vegum fyrirtækisins Orkídeu sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi en að því standa Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga SASS, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Startup Orkídea leggur áherslu á verkefni í hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni en verkefnið hóf göngu sína 2020 í samstarfi við Icelandic Startups.

Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými

Fjölheimar á Selfossi hýsir stofnanir og fyrirtæki og býður að auki fundarsali og kennslustofur, kennslueldhús, lesstofu fyrir nemendur og skrifborðsaðstöðu í samvinnurými til útleigu.

Hreiðrið á Selfossi er staðsett í Fjölheimum, en tilgangur þess er að styðja við og efla frumkvöðla á Suðurlandi. Hreiðrinu er stýrt af Háskólafélagi Suðurlands en samstarf um frumkvöðlahandleiðslu er við ráðgjafa á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga/SASS, FabLab Selfoss og Atorku auk leiðara (e. mentors) úr sunnlensku samfélagi býður frumkvöðlum vinnuaðstöðu.

Verið vinnustofa í Þorlákshöfn er rekið af Sveitarfélagnu Ölfusi, Landsbankanum og Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster en þar er boðið uppá samvinnurými.

Annað stuðningsumhverfi

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Félagið hefur að markmiði að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni, en ætlunin er að efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku og koma á öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið. Orkídea er staðsett á Selfossi.

Háskólafélag Suðurlands er staðsett á Selfossi en tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Félagið, sem er í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi, heldur utanum Hreiðrið; aðstöðu og stuðning fyrir frumkvöðla, les- og prófaaðstöðu fyrir námsmenn, vísindasjóð, rannsóknarklasa ásamt því að standa fyrir viðburðum og námskeiðum. Rannsóknarklasi Háskólafélags Suðurlands samanstendur af stofnununum Háskólafélagi Suðurlands, Reykjum í Ölfusi og Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á sama stað, Rannsóknarmiðstöð HÍ í jarðskjálftaverkfræði HÍ á Selfossi, Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni, Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri.

Ölfus Cluster Þekkingarsetur er þekkingarklasi fyrirtækja og opinberra aðila sem koma að nýsköpun, vöruþróun og rannsóknum. Ölfus Cluster vinnur að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu en með sérstakri áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja er samstarfsvettvangur stofnanna og fyrirtækja á sviði nýsköpunar, rannsókna, náms og fræðslu.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi Rannsóknarsetur staðsett á Laugarvatni. Grunn- og hagnýtar rannsóknir á náttúrunni þar sem tvinnað er saman langtímarannsóknum og styttri verkefnum tengdrum áhrifum landnotkunar á lífríki, tengslum milli náttúrulegs breytileika í tíma og rúmi (svo sem vegna veðurfars, gróðurframvindu og jarðfræði) og dýrastofna og stofnrannsókna á farfuglum sem byggja á að fylgja merktum einstaklingum milli landa og kynslóða.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum Rannsóknarsetur staðsett í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Rannsóknir setursins snúa einkum að háhyrningum, hegðun, hljóðum og ferðum þeirra.

Nýsköpunarverkefni á Suðurlandi

Nafn Staðsetning Lýsing
KindaKol Þykkvabær 1000 Ára Sveitaþorp þróar vöruna Kindakol, sem eru sjálfbær og vistvæn iðnaðarkol unnin úr lífmassa líkt og kindataði og hampi.
Krakkakropp Framleiðsla á íslenskum barnamat úr grænmeti sem ekki nýtist í hefðbundnar söluvörur.
Livefood ehf Hveragerði Framleiðsla á handgerðum grænkeraostum úr íslensku hráefni.
Viskur Þróun á grænkeramatvöru þar sem smáþörungaprótein sem líkjast íslenskum sjávarafurðum koma í stað dýraafurða.
Icelandic Lava Show Hvolsvöllur Eldfjalla og jarðskjálftasýning.