Austurland

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 20. janúar 2022 kl. 15:15 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2022 kl. 15:15 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
Landshluti
thumb
Íbúafjöldi11000
Flatarmál15706 km²

Í Sóknaráætlun Austfjarða 2020-2024 segir: „[Í] landshlutanum eru sterkar atvinnugreinar sem byggja á staðbundnu hráefni og vinnuafl er stöðugt. Framfarir í atvinnulífinu hafa verið miklar en frumkvöðlastarf og nýsköpun er takmörkuð og skortur er á menntuðu starfsfólki.“

Lausnamót

Lausnamótið Hacking Austurland var fyrst haldið árið 2021 undir yfirskriftinni Bláa auðlindin þar sem áhersla var lögð á að vinna að þróun lausna við áskorunum tengdum auðlindum hafsins. Mótið er hluti af lausnamótaröð Hacking Hekla sem hóf göngu sína árið 2020, en Hacking Hekla er ætlað að ferðast um landið og styðja við það frumkvöðlastarf sem á sér stað í landsbyggðunum og tengja saman frumkvöðlasenurnar í dreifbýli og þéttbýli. Hacking Austurland var haldið á vegum Austurbrú Austurbrú og Nordic Food in Tourism í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorp Austan mána.

Hraðlar

Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými

Sköpunarmiðstöðin (Fish factory) Stöðvarfirði er samvinnurými og miðstöð lista og nýsköpunar starfrækt í gamalli fiskverksmiðju. Meðal þess sem boðið er uppá eru námskeið og vinnustofur, listdvöl (e. art residency) og fullbúið hljóðupptökuver.

Múlinn samvinnuhús Neskaupsstað er samvinnurými og miðstöð nýsköpunar. Húsnæðið sem hýsir ólík fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Annað stuðningsumhverfi

Austurbrú á Egilsstöðum Samfélags- og þjónustumiðstöð byggð á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands k þess að annast daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, SSA. Starfsemin, sem hefur 7 starfsstöðvar, miðar að því að ýta undir þróun samfélagsins, atvinnulífsins, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs í landshlutanum.

Nýheimar þekkingarsetur á Hornafirði sameinar ólíkar stofnanir undir einn hatt í þeim tilgangi að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni, stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík Rannsóknarsetur staðsett á Breiðdalsvík. Megináhersla rannsókna eru jarðvísindi og málvísindi. Helstu verkefni lúta að rannsóknum og miðlun rannsóknarniðurstaðna, sem og kennslu og leiðbeiningu framhaldsnema í jarðvísindum.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi Rannsóknarsetur staðsett á Egilstöðum. Rannsóknir á sögu, samfélagi og náttúru Austurlandi með sérstaka áherslu á tengingu manns og náttúru.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði Rannsóknarsetur staðsett í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir sem tengjast ferðaþjónustu em markmið setursins er að auka þekkingu á náttúru og efla menningu og samfélag á landsbyggðinni.

LungA School á Seyðisfirði Sjálfstæð listastýrð stofnun sem býður tvö 3 mánaða prógröm; listdvöl eða listnám. Ýtt er undir óhefðbundna nálgun á hugsun og fastmótuð gildi og tilraunakennda listiðkun.

Nýsköpunarverkefni á Austurlandi

Nafn Staðsetning Lýsing
Sauðagull Egilsstaðir Framleiðir matvörur framleiddar úr sauðamjólk.
Tilraunaeldhús Hallormsstað Hallormsstaðir Fullvottað og vel tækjum búið eldhús fyrir frumkvöðla og smáframleiðendur.
Yggdrasill Carbon Egilsstaðir Tenging kolefnisfjármála (carbon finance) við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis.
Skógarafurðir ehf Fljótsdalur Tæknisögunarmylla fyrir íslenskar skógarafurðir.
Austurlands Food Coop Seyðisfjörður Innflutningur og áskriftarþjónusta fyrir lífrænt grænmeti og ávexti.
Jurt ehf Egilsstaðir Vatnsræktun í hátækni gróðurhúsum. Leggur áherslu á sjálfbærni í framleiðslu.
Hafsalt Djúpivogur Vinnur frá grunni og framleiðir nokkrar ólíkar bragðgerðir af sjávarsalti.
Goðanes grafinn þorskur Djúpivogur Frameiðir nokkrar bragðtegundir af gröfnum þorski.
Holt og heiðar ehf Egilsstaðir Sultur og sýróp framleidd úr íslensku hráefni án rotvarnarefna og íslenskir handtýndir þurrkaðir sveppir.
Lefever Sauce Company Djúpivogur Framleiðsla á íslenskum Hot sause sósum.