Munur á milli breytinga „Suðurland“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
Lína 15: Lína 15:


[https://olfuscluster.is/vinnstofan-verid-opnun-1-nov/ '''Verið vinnustofa'''] í Þorlákshöfn er rekið af Sveitarfélagnu Ölfusi, Landsbankanum og Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster en þar er boðið uppá samvinnurými.     
[https://olfuscluster.is/vinnstofan-verid-opnun-1-nov/ '''Verið vinnustofa'''] í Þorlákshöfn er rekið af Sveitarfélagnu Ölfusi, Landsbankanum og Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster en þar er boðið uppá samvinnurými.     
Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur     


== Annað stuðningsumhverfi ==
== Annað stuðningsumhverfi ==
Lína 28: Lína 30:
[https://www.hi.is/rannsoknasetursudurland '''Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi'''] Rannsóknarsetur staðsett á Laugarvatni. Grunn- og hagnýtar rannsóknir á náttúrunni þar sem tvinnað er saman langtímarannsóknum og styttri verkefnum tengdrum áhrifum landnotkunar á lífríki, tengslum milli náttúrulegs breytileika í tíma og rúmi (svo sem vegna veðurfars, gróðurframvindu og jarðfræði) og dýrastofna og stofnrannsókna á farfuglum sem byggja á að fylgja merktum einstaklingum milli landa og kynslóða.   
[https://www.hi.is/rannsoknasetursudurland '''Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi'''] Rannsóknarsetur staðsett á Laugarvatni. Grunn- og hagnýtar rannsóknir á náttúrunni þar sem tvinnað er saman langtímarannsóknum og styttri verkefnum tengdrum áhrifum landnotkunar á lífríki, tengslum milli náttúrulegs breytileika í tíma og rúmi (svo sem vegna veðurfars, gróðurframvindu og jarðfræði) og dýrastofna og stofnrannsókna á farfuglum sem byggja á að fylgja merktum einstaklingum milli landa og kynslóða.   


[https://www.hi.is/stofnun_rannsoknasetra/vestmannaeyjar '''Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum'''] Rannsóknarsetur staðsett í [https://www.setur.is/ Þekkingarsetri Vestmannaeyja]. Rannsóknir setursins snúa einkum að háhyrningum, hegðun, hljóðum og ferðum þeirra.   
[https://www.hi.is/stofnun_rannsoknasetra/vestmannaeyjar '''Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum'''] Rannsóknarsetur staðsett í [https://www.setur.is/ Þekkingarsetri Vestmannaeyja]. Rannsóknir setursins snúa einkum að háhyrningum; hegðun, hljóðum og ferðum þeirra
 
[https://www.klaustur.is/is/ibuar/kirkjubaejarstofa '''Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur'''] Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Lögð er áhersla á að starfsemin sé í fullu samræmi bæði við áherslur í stefnumörkun sveitarfélagsins og kröfur og aðstæður í nútíma upplýsinga- og þekkingarþjóðfélagi.   


== Nýsköpunarverkefni á Suðurlandi ==
== Nýsköpunarverkefni á Suðurlandi ==

Útgáfa síðunnar 19. janúar 2022 kl. 11:51

Landshluti
thumb
Íbúafjöldi32000
Flatarmál30966 km²


Í Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 segir að á „Suðurlandi er stuðlað að verðmætaaukningu í framleiðslu með því að hvetja til nýsköpunar og fullvinnslu afurða á þeim hráefnum sem þar verða til“. Jafnframt segir að „vilji [sé] til þess að fjölga störfum án staðsetningar svo stuðla megi að þeirri ásýnd að Suðurland sé eitt atvinnusvæði“.

Lausnamót

Lausnamótið Hacking Suðurland fór fram á Suðurlandi 2020 undir yfirskriftinni Í átt að sjálfbærri framtíð með matartengdri nýsköpun og var það hið fyrsta sem haldið var í mótaröð Hacking Hekla,sem ætlað er að ferðast um landið og draga fram frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og tengja saman frumkvöðlasenurnar í dreifbýli og þéttbýli á Íslandi. Áhersla var lögð á að vinna að því að þróun lausna við áskorunum tengdum auðlindum hafsins. Hacking Suðurland var haldið á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga SASS og Nordic Food in Tourism í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorpi Austan mána.

Hraðlar

Startup Orkídea er viðskiptahraðall á vegum fyrirtækisins Orkídeu sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi en að því standa Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga SASS, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Startup Orkídea leggur áherslu á verkefni í hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni en verkefnið hóf göngu sína 2020 í samstarfi við Icelandic Startups.

Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými

Fjölheimar á Selfossi hýsir stofnanir og fyrirtæki og býður að auki fundarsali og kennslustofur, kennslueldhús, lesstofu fyrir nemendur og skrifborðsaðstöðu í samvinnurými til útleigu.

Hreiðrið á Selfossi er staðsett í Fjölheimum, en tilgangur þess er að styðja við og efla frumkvöðla á Suðurlandi. Hreiðrinu er stýrt af Háskólafélagi Suðurlands en samstarf um frumkvöðlahandleiðslu er við ráðgjafa á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga/SASS, FabLab Selfoss og Atorku auk leiðara (e. mentors) úr sunnlensku samfélagi býður frumkvöðlum vinnuaðstöðu.

Verið vinnustofa í Þorlákshöfn er rekið af Sveitarfélagnu Ölfusi, Landsbankanum og Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster en þar er boðið uppá samvinnurými.

Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur

Annað stuðningsumhverfi

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Félagið hefur að markmiði að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni, en ætlunin er að efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku og koma á öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið. Orkídea er staðsett á Selfossi.

Háskólafélag Suðurlands er staðsett á Selfossi en tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Félagið, sem er í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi, heldur utanum Hreiðrið; aðstöðu og stuðning fyrir frumkvöðla, les- og prófaaðstöðu fyrir námsmenn, vísindasjóð, rannsóknarklasa ásamt því að standa fyrir viðburðum og námskeiðum. Rannsóknarklasi Háskólafélags Suðurlands samanstendur af stofnununum Háskólafélagi Suðurlands, Reykjum í Ölfusi og Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á sama stað, Rannsóknarmiðstöð HÍ í jarðskjálftaverkfræði HÍ á Selfossi, Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni, Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri.

Ölfus Cluster Þekkingarsetur er þekkingarklasi fyrirtækja og opinberra aðila sem koma að nýsköpun, vöruþróun og rannsóknum. Ölfus Cluster vinnur að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu en með sérstakri áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja er samstarfsvettvangur stofnanna og fyrirtækja á sviði nýsköpunar, rannsókna, náms og fræðslu.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi Rannsóknarsetur staðsett á Laugarvatni. Grunn- og hagnýtar rannsóknir á náttúrunni þar sem tvinnað er saman langtímarannsóknum og styttri verkefnum tengdrum áhrifum landnotkunar á lífríki, tengslum milli náttúrulegs breytileika í tíma og rúmi (svo sem vegna veðurfars, gróðurframvindu og jarðfræði) og dýrastofna og stofnrannsókna á farfuglum sem byggja á að fylgja merktum einstaklingum milli landa og kynslóða.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum Rannsóknarsetur staðsett í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Rannsóknir setursins snúa einkum að háhyrningum; hegðun, hljóðum og ferðum þeirra.

Kirkjubæjarstofa Þekkingarsetur Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Lögð er áhersla á að starfsemin sé í fullu samræmi bæði við áherslur í stefnumörkun sveitarfélagsins og kröfur og aðstæður í nútíma upplýsinga- og þekkingarþjóðfélagi.

Nýsköpunarverkefni á Suðurlandi

Nafn Staðsetning Lýsing
KindaKol Þykkvabær 1000 Ára Sveitaþorp þróar vöruna Kindakol, sem eru sjálfbær og vistvæn iðnaðarkol unnin úr lífmassa líkt og kindataði og hampi.
Krakkakropp Framleiðsla á íslenskum barnamat úr grænmeti sem ekki nýtist í hefðbundnar söluvörur.
Livefood ehf Hveragerði Framleiðsla á handgerðum grænkeraostum úr íslensku hráefni.
Viskur Þróun á grænkeramatvöru þar sem smáþörungaprótein sem líkjast íslenskum sjávarafurðum koma í stað dýraafurða.
Icelandic Lava Show Hvolsvöllur Eldfjalla og jarðskjálftasýning.