Munur á milli breytinga „Hacking Austurland“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
Lína 1: Lína 1:
Sjá einnig: [[Hacking Suðurland]], [[Hacking Norðurland]] og [[Hacking Suðurnes]].
Fyrsta lausnamót [[Hacking Hekla]] á Austurlandi fór fram í október 2021. [[Hacking Austurland]] var haldið á vegum [https://austurbru.is/ Austurbrú] og [https://nordicfoodintourism.is/ Nordic Food in Tourism] í samstarfi við Hacking Hekla og [[Hugmyndaþorp]], en yfirskrift mótsins var ''Bláa auðlindin''. Áhersla var lögð á að vinna að því að þróa lausnir við áskorunum tengdum auðlindum hafsins:
Fyrsta lausnamót [[Hacking Hekla]] á Austurlandi fór fram í október 2021. [[Hacking Austurland]] var haldið á vegum [https://austurbru.is/ Austurbrú] og [https://nordicfoodintourism.is/ Nordic Food in Tourism] í samstarfi við Hacking Hekla og [[Hugmyndaþorp]], en yfirskrift mótsins var ''Bláa auðlindin''. Áhersla var lögð á að vinna að því að þróa lausnir við áskorunum tengdum auðlindum hafsins:



Útgáfa síðunnar 13. desember 2021 kl. 14:01

Sjá einnig: Hacking Suðurland, Hacking Norðurland og Hacking Suðurnes.

Fyrsta lausnamót Hacking Hekla á Austurlandi fór fram í október 2021. Hacking Austurland var haldið á vegum Austurbrú og Nordic Food in Tourism í samstarfi við Hacking Hekla og Hugmyndaþorp, en yfirskrift mótsins var Bláa auðlindin. Áhersla var lögð á að vinna að því að þróa lausnir við áskorunum tengdum auðlindum hafsins:

  • Auka verðmætasköpun í sjávarútvegi með því að nýta tækni og nýjar aðferðir á skapandi hátt?
  • Leiða saman sjávarútveg og landbúnað með því markmiði að stuðla að betri nýtingu afurða í báðum greinum?
  • Skapa einstaka matarupplifun með því að tengja saman sjávarútveg og ferðaþjónustu?
  • Stuðla að því að hægt sé að kaupa beint frá báti?


Hacking Austurland fór fram að stærstum hluta í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafræn leið til samsköpunar þróuð af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka var öllum opin óháð staðsetningu. Þátttakendur fengu tækifæri til að kynnast nýtingu auðlinda á Austurlandi, tengjast nýju fólki og eflast í að vinna ný verkefni út frá áskorunum svæðisins.

Aðstandendur

Hacking Hekla, Austurbrú og Nordic Food in Tourism.

Tímarammi

30. september - 2. október 2021

Dómnefnd

Þór Sigfússon frá Sjávarklasanum, Margrét Ormslev frá Brunnur Ventures, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá Íslenska ferðaklasanum, Guðný Káradóttir hjá Loftslagsráði og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri í Skútustaðahreppi

Verðlaun

Sjávarylur: Ylrækt - Veitingar - Sjóböð Verkefnið samtvinnar sjávarútveg og landbúnað auk ferðamennsku og vinnur að betri nýtingu auðlindanna í þágu náttúrunnar. Að verkefninu stendur Íris Birgisdóttir.

Aðrar viðurkenningar

  • Underwater Adventure hlaut viðurkenningu sem Frumlegasta hugmyndin en hún gengur út á að standsetja neðansjávar skemmti-/rannsóknargarð með sokknum skipum og bátum. Meðal þess sem lögð verður áhersla á er að bjóða rannsakendum að kortleggja uppbyggingu lífríkis við slíkar aðstæður auk þess að kynna sögu staðarins fyrir ferðamönnum á nýstárlegan hátt. Að verkefninu standa Guðrún Ástrós Bergsveinsdóttir og Alex Grenier.
  • The Icelandic Seaweed experience var valið sem Vinsælasta verkefnið en það byggir á að bjóða leiddar ferðir sem innihalda þaratínslu, fróðleik um ólíkar gerðir hans og vinnslu auk matarupplifunar. Að verkefninu standa Oliwia Data og Inna Hallik.
  • Viðurkenningu fyrir virkni hlaut þátttakandinn Ottó Elíasson en hann virkur þátttakandi í umræðum og gaf fjölmörgum verkefnum endurgjöf.