Til sjávar og sveita

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita


thumb
Vefsíða
TegundHraðall
Netfangingi@icelandicstartups.is
Loading map...


Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita vettvangur vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi.

Hraðallinn var fyrst haldinn árið 2019 og fór síðast fram í lok árs 2021.

Viðskiptahraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans. Bakhjarlar verkefnisins eru Nettó, Mjólkursamsalan, Ísey, Landbúnaðarklasans, Atvinnuvegaráðuneytið og Matís.

Nýsköpunarverkefni Til sjávar og sveita 2021

Responsible Foods - Næra: We meet a growing consumer demand for sustainable, tasty, fun, convenient, innovative healthy snack food products based on Icelandic ingredients, made with green energy, that are gluten and nut free.

Nordic Wasabi: Varan okkar, Nordic Wasabi, er ferskt wasabi ræktað á Íslandi við umhverfisvænar aðstæður. Þetta er sjaldgæf og eftirsótt vara sem við seljum beint á hágæða veitingahús um alla Evrópu.

Jökla: Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn sem heitir Jökla. Jökla kom á markað í maí 2021 og hefur fengið styrk til markaðsetningar erlendis.

Náttúrulega gott - Granóla: Matvara sem inniheldur fá innihaldsefni og aldrei nein aukaefni eða sykur. Náttúrulega holl og sæt - þú getur treyst okkur og skilur innihaldslýsinguna.

MAR crisps: Um er að ræða örþunnar harðfiskflögur sem ekki hafa sést áður á innlendum markaði.

Sifmar: Um er að ræða íslenskan barnamat sem framleiddur er úr íslenskum hráefnum sem annars færu til spillis. Fyrstu vörur Sifmar verða Krakkakreistur – hentugur barnamatur í pokum og Krakkakropp - barnanasl sem bráðnar í munni.

Nýsköpunarverkefni Til sjávar og sveita 2020

MELTA: Heilsuvörur úr broddmjólk mjólkurkúa og lifandi gerlum.

Eylíf: Heilsuvörulína sem samanstendur af hreinum íslenskum hráefnum og framleidd á Íslandi með sjálfbærum hætti.

HorseDay: Stafræn þjálfunardagbók fyrir hesta sem styðst við æfingasafn viðurkenndra þjálfunaraðferða frá Háskólanum á Hólum.

Jöklavin: Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn sem er framleiddur af megninu til úr innlendum hráefnum.

MAREA: Notar sjávarþang sem fæst á Íslandi sem grunnefni í framleiðslu á niðurbrjótanlegum vörum sem koma í stað einnota plasts.

Nielsen Restaurant: Framleiðir salatolíur úr vannýttum íslenskum villtum jurtum.

Sauðagull: Vinnur matarafurðir úr íslenskri sauðamjólk.

Sælkerar ehf: Rækta mismunandi tegundir sveppa og míkrógrænmeti ásamt því að fara í þróunarvinnu á byggðarræktun.

Vegangerðin: Framleiðir matvöru, sem inniheldur engar dýraafurðir, úr hráefni í nærumhverfi til að halda niður kolefnisspori hennar.

Nýsköpunarverkefni Til sjávar og sveita 2019

Arcana Bio: Ný háhraða tækni sem útbýr DNA greiningarpróf, allt frá matvælaiðnaði yfir í líftækni.

Álfur: Bruggar bjór úr kartöfluhýði sem færi annars til spillis.

Beauty by Iceland: Framleiðir snyrtivörur úr gulrótum og rófum sem færu annars til spillis.

Feed the Viking: Sprotafyrirtæki sem starfar með það að markmiði að auka virði íslenskra matvæla með nýsköpun og öflugri markaðssetningu.

Íslenskur dúnn: Fullvinnsla æðardúns á Íslandi.

Ljótu kartöflurnar: Framleiða kartöfluflögur úr annars flokks hráefni sem annars yrði fargað.

Pure Natura: Framleiðir hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum.

Stafræn veiðibók: Færir veiðibókina af pappírnum upp í skýin.

Tracio: Næsta kynslóð rekjanleika og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt eykur skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla.

Urtasjór: Framleiðsla á jurtabragðbættu og kolsýrðu steinefnaríku drykkjarvatni úr sjó.