Reykjanes Geopark

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
thumb
Vefsíða
TegundSetur
Netfanginfo@visitreykjanes.is
Heimilisfang Skógarbraut 945, 262
Staður Reykjanesbær
LandshlutiSuðurnes
Loading map...


Reykjanes Geopark eða Reykjanes jarðvangur var stofnaður 2012 af sveitarfélögunum á Suðurnesjum ásamt Ferðamálasamtökum Reykjaness, Bláa lóninu, Þekkingarsetri Suðurnesja, Keili og HS Orku. Hugtakið jarðvangur (e. geopark) er svæði sem inniheldur merkilegar jarðminjar og kemur þeim á framfæri. Hugtakið jarðvangur er skilgreint af UNESCO - Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Reykjanes jarðvangur er aðili að samtökum evrópskra jarðvanga (EGN: European Geoparks Network) og alþjóðlegu neti jarðvanga (GGN: Global Geoparks Network).

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna og er samtals 825 km2 að stærð. UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.

Katla UNESCO Global Geopark er annar jarðvangur á Íslandi en hann var stofnaður 2010. Katla á aðild að samtökum evrópskra jarðvanga (EGN: European Geoparks Network) og UNESCO Global Geoparks.