Munur á milli breytinga „Norðanátt“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
(Ný síða: [http://www.nordanatt.is Norðanátt] er samstarfsverkefni stuðningsaðila í nýsköpunarumhverfinu á Norðurlandi og er ætlað að skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla o...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. nóvember 2021 kl. 14:57

Norðanátt er samstarfsverkefni stuðningsaðila í nýsköpunarumhverfinu á Norðurlandi og er ætlað að skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi með áherslu á nýsköpun á sviði sjálfbærni, orku, vatns og matar.

Norðanátt byggir á hringrás árlegra viðburða sem styðja við frumkvöðla með hugmyndir á ólíkum stigum en jafnframt er tilgangur hringrásarinnar sá að stoðumhverfið hafi allt árið um kring tiltæk verkfæri fyrir frumkvöðlaverkefni á ólíkum þroskastigum.

Norðanátt

Fyrsti viðburður Hringrásarinnar fór fram haustið 2021 en það er viðskiptahraðallinn Vaxtarrými þar sem áherslan var á að efla fyrirtæki sem eru nú þegar komin af stað.

Í byrjun árs 2022 fer fram vinnusmiðja sem styður við bakið á frumkvöðlum á fyrstu stigum en í  framhaldinu verður þriðji viðburðurinn haldinn en það er Stefnumót fjárfesta á Norðurlandi þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og fjárfestatækifærum á svæðinu.

Að verkefninu standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Nýsköpun í Norðri (NÍN), RATA og Eimur.