Nýsköpunarferðalag um Norðurland
Úr Vistkerfi nýsköpunar
(Endurbeint frá Nýsköpunarferðalag um norðurland)
Nýsköpunarferðalag um Norðurland er kort sem býður uppá rafræn opin hús í frumkvöðlasetrum á Norðurlandi. Kortið var sett upp í tengslum við Nýsköpunarvikuna þar sem einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum var boðið að kynna sér þá starfsemi sem er í stuðningsumhverfinu og beina ljósi á þá nýsköpun sem nú þegar er til staðar á Norðurlandi.
Nýsköpunarferðalag um Norðurland er einn af þremur viðburðum sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurland eystra (SSNE) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) stóðu fyrir í tengslum við Nýsköpunarvikuna 26.05-02.06 2021. Aðrir viðburðir voru Nýsköpunarhádegi og Hugmyndaþorpið Norðurland.