LungA School

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 4. febrúar 2022 kl. 14:35 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. febrúar 2022 kl. 14:35 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
thumb
Vefsíða
TegundSamtök
Netfangschool@lunga.is
Heimilisfang Austurvegur 4, 710
Staður Seyðisfjörður
LandshlutiAusturland
Loading map...


LungA School er staðsettur á Seyðisfirði og er sjálfstæð listastýrð stofnun sem býður tvö 3 mánaða prógröm; listdvöl eða listnám. Hvort um sig er 12 vikur þar sem blandast vinnustofur á vegum gestalistamanna og vikur sem leggja áherslu á að þróa eigin starfshætti með tilraunum, samtali og ígrundun. Ýtt er undir óhefðbundna nálgun á hugsun og fastmótuð gildi og tilraunakennda listiðkun.  

LungA School er komið til af LungA listahátíð sem fyrst var haldin árið 2000 en um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum.