Hringiða

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita


thumb
Vefsíða
TegundHraðall
Netfanghello@icelandicstartups.is
Loading map...


Hringiða er grænn viðskiptahraðall sem ætlað er að styðja við sjálfbæra nýsköpun og þróun nýrra lausna á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Að verkefninu standa Reykjavíkurborg, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Hvalfjarðarsveit, Faxaflóahafnir, Sorpa og Terra auk Þróunarfélags Grundartanga og Breið Þróunarfélags.

Nýsköpunarverkefni Hringiðu 2021

Ánaburður Framleiðsla á hágæða lífrænt vottuðum áburði úr lífrænum úrgangi. Fyrirtækið mun nýta svokallaða vermicompostin aðferð við framleiðsluna en hún felst í því að ánamaðkar eru fóðraðir á lífrænum úrgangi sem þeir svo skila frá sér sem áburði.

Hemp Pack er ungt líftækni fyrirtæki í þróun á lífplasti úr lífmassa og kaldræktuðum örverum. Fyrirtækið nýtir afföll matvælaiðnaðar og landbúnaðarframleiðslu ásamt endurnýjanlegri orku til þess að framleiða sannarlega sjálfbæran staðgengil plasts fyrir alþjóðlegan markað.

IceWind hannar og smíðar litlar lóðréttsás vindtúrbínur ætlaðar fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum. Rekstraraðilar lítilla orkukerfa úr alfaraleið hafa oftar en ekki engan aðgang að rafmagni og þurfa því að framleiða sína eigin orku. Sólarorka er mjög takmörkuð á norðurslóðum og því þarf að notast við aðrar aðferðir við orkuöflun svo sem vindorku.

Íslenska glerið Endurvinnsla á steinull í nýtt hráefni. Íslenska glerið er samstarfsverkefni Fléttu, hönnunarstofu og Kristínar Sigurðardóttur vöruhönnuðar þar sem steinull er endurnýtt í nýtt glerjað efni fyrir bygginariðnað.

M Bío Box Þróa íslenska útfærslu af náttúrulega niðurbrjótanlegum umbúðum til að leysa af hólmi óvistvænar umbúðir nýttar fyrir fiskútflutning í dag.

On To Something Vettvangur sem tengir saman ólíka aðila og mótar skapandi farvegi fyrir hreina strauma fráfallsefna með verðmætasköpun og sjálfbærni að leiðarljósi.

Surova Sjálfvirk grænmetisræktun inni í stöðluðum gámaeiningum staðsettum í nánd við verslanir. Surova vinnur að lágmörkun auðlinda við framleiðslu grænmetis með þróun sjálfvirkra lausna til að hámarka afköst og hagkvæmni hverrar uppskeru.

Vestro þróar nýjar vörur úr 100% endurunnu plasti og skapa í leiðinni hringrás. Markmiðið er að skipta út hefðbundnu plasti fyrir 100% endurunnið plast í framleiðslufyrirtækjum, öllum iðnaði, flutningafyrirtækjum, heimilum, sjávarútvegi og landbúnaði.

XYZ Prent Fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðsluferlum sem byggist á stórum þrívíddarprentunum með endurunnum Íslenskum plastúrgangi. Með að bjóða upp á þrívíddarprentun í stórum stærðum þá styðjum við sjálfbæra framleiðslu og þróunarvinnu í íslenskri hönnun og iðnaði, jafnframt, með notkun á plastúrgangi, sem annars yrði sendur úr landi, þá höldum við tækifærisskapandi afurðum innanlands.