Hæfnihringir

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 19. október 2021 kl. 15:43 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. október 2021 kl. 15:43 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) (Ný síða: Hæfnihringir eru ætlaðir konum í frumkvöðlastarfsemi og atvinnurekstri en markmið Hæfnihringjanna er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita

Hæfnihringir eru ætlaðir konum í frumkvöðlastarfsemi og atvinnurekstri en markmið Hæfnihringjanna er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hæfnihringir eru samstarfsverkefni nokkurra landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga sem byggir á aðferðafræði sem kallast aðgerðanám en þar er notast við raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Fundirnir fara fram á netinu og er þar um að ræða sex leidda fundi. Í kjölfarið er regluleg eftirfylgni í lokuðum Facebook hóp.

Aðstandendur

SSNE, SSNV, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum, Austurbrú, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofu