True Westfjords

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 12:07 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 12:07 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) (Ný síða: thumb Dropi þorskalýsi er eingöngu kaldunnið til þess að varðveita alla náttúrulega eiginleika olíunnar. Olían inniheldur hreina og náttúruleg vítamí...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita
Dropi.png

Dropi þorskalýsi er eingöngu kaldunnið til þess að varðveita alla náttúrulega eiginleika olíunnar. Olían inniheldur hreina og náttúruleg vítamín A- og D, ásamt omega-3 og aðrar fitusýrur. Engin gerviefni eða viðbætt vítamín er bætt við olíuna. Dropi er eingöngu framleiddur úr ferskri þorsklifur úr Atlantshafsþorski (Gadus morhua). Fiskurinn er keyptur af fiskmarkaði, en hann er veiddur af dagróðrarbátum undan Vestfjarðarmiðum, sem eru ein hreinustu fiskimið í Atlantshafi.

Þessi gæðavara er framleidd samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum HACCP, en honum er ætlað að tryggja öryggi matvæla. Framleiðsla Dropa er byggð á fornri aðferð, en er þó framleidd á skemmri tíma en áður fyrr. Lágt hitastig er notað allt framleiðsluferlið og fer hitinn aldrei yfir 42°C. Við þetta lága hitastig viðhaldast náttúrulega vítamín og næringarefni og því flokkast Dropi sem jómfrúarolía og hráfæði.