Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 11:24 eftir Admin (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 11:24 eftir Admin (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
thumb
Vefsíða
TegundSamtök
Netfangssne@ssne.is
Heimilisfang Hafnarstræti 91, 600
LandshlutiNorðurland eystra
Loading map...

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), var stofnað 2020 við sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings. Starfssvæði samtakanna afmarkast af sveitarfélagamörkum allra sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, frá Siglufirði í vestri að Bakkafirði í austri, að Tjörneshrepp undanskildum. Heimili og varnarþing samtakanna er á skrifstofu SSNE á Húsavík. Alls eru 12 sveitarfélög aðilar að samtökunum sem samanlagt telja rúmlega 30.000 íbúa.

Markmið með starfsemi SSNE er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt svæði til búsetu og atvinnu. Stofnun SSNE byggir á:

  • faglegum ávinningi
  • auknum slagkrafti
  • skilvirkari vinnu
  • auknum sóknarfærum til að auka fagþekkingu innan stoðstofnana á starfssvæði SSNE


SSNE hefur tekið þátt í nokkrum nýsköpunarverkefnum með Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), RATA, Austan mána og fleirum en þar má nefna Hæfnihringi, Hacking Norðurland, Ratsjáin, Nýsköpun á Norðurlandi í tengslum við Nýsköpunarvikuna og Norðanátt. Nýjast er Matsjáin sem er samstarfsverkefni Samtaka smáframleiðanda matvæla og landshlutasamtaka sveitarfélaga um land allt.

SSNE er aðili að Eimi, samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur.