Vaxtarrými
Vaxtarrými er viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki eða nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi með áherslu á sjálfbærni, mat, vatn og orku. Hraðallinn er á vegum Norðanáttar sem eru regnhlífarsamtök fyrir hringrás nýsköpunar á Norðurlandi. Vaxtarrými er fyrsta verkefni nýstofnaðra regnhlífasamtaka nýsköpunar á Norðurlandi sem heita Norðanátt. Að samtökunum koma Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra SSNV, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE, Eimur, Nýsköpun í norðri NÍN, nýsköpunarmiðstöðin Hraðið og ráðgjafafyrirtækið RATA. Stuðningsaðili Vaxtarrýmis er Fallorka.
Verkefnið er byggt upp að fyrirmynd viðskiptahraðla. Í því felst að sex til átta teymi sem valin eru til þátttöku hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á Norðurlandi á ráðgjafafundum. Teymin sitja að auki vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli. Hraðallinn fer að mestu fram á netinu en teymi hittast að auki fjórum sinnum á vinnustofum á Norðurlandi.
Vaxtarrými 2021
Átta verkefni voru valin í hraðallinn sem fer fram 4.10-26.11 2021.
Ítarefni:
https://www.ssnv.is/is/moya/news/category/1/kynningarfundur-vaxtarrymis