LungA School

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 4. febrúar 2022 kl. 14:42 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. febrúar 2022 kl. 14:42 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita
thumb
Vefsíða
TegundSamtök
Netfangschool@lunga.is
Heimilisfang Austurvegur 4, 710
Staður Seyðisfjörður
LandshlutiAusturland
Loading map...


LungA School er staðsettur á Seyðisfirði og er sjálfstæð listastýrð stofnun sem býður tvö 3 mánaða prógröm; listdvöl eða listnám. Hvort um sig er 12 vikur þar sem blandast vinnustofur á vegum gestalistamanna og vikur sem leggja áherslu á að þróa eigin starfshætti með tilraunum, samtali og ígrundun. Ýtt er undir óhefðbundna nálgun á hugsun og fastmótuð gildi og tilraunakennda listiðkun.  

Starfsemi LungA School er í Herðubreið menningar- og félagsheimili Seyðisfjarðar sem jafnframt hýsir ýmsar hátíðir, þar má til dæmis nefna LungA listahátíðina, List í Ljósi og kvikmyndahátíðina Flat Earth film festival.

LungA School er komið til af LungA listahátíð sem fyrst var haldin á Seyðisfirði árið 2000 en um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum.