Nýheimar þekkingarsetur

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 4. febrúar 2022 kl. 10:05 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. febrúar 2022 kl. 10:05 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
thumb
Vefsíða
TegundÞekkingarsetur
Netfangnyheimar@nyheimar.is
Heimilisfang Litlabrú 2, 780
Staður Hornafjörður
LandshlutiAusturland
Loading map...


Nýheimar þekkingarsetur á Hornafirði er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi í þeim tilgangi að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni, stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu.

Aðilar að setrinu eru: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið.

Eitt af megin viðfangsefnum Nýheima þekkingarseturs er að leiða samstarf þessara stofnana og stýra samstarfsverkefnum þeirra. Starfsemi setursins felur einnig í sér mótun og fjármögnun kjarnaverkefna sem unnin eru að frumkvæði og forsjá setursins. Leggur setrið áherslu á að móta kjarnverkefni sem þykja styðja við uppbyggingu samfélagsins og auka möguleika og lífsgæði svæðisins.