Matsjáin
Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 2. febrúar 2022 kl. 15:32 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Útgáfa frá 2. febrúar 2022 kl. 15:32 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Vefsíða | |
---|---|
Tegund | Hraðall |
Matsjáin er hraðall ætlaður smáframleiðendum matvæla af öllu landinu sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni.
Hraðallinn er uppbyggður að fyrirmynd Ratsjánnar sem er hraðall ætlaður stjórnendum í ferðaþjónustu og var þróaður af Íslenska ferðaklasanum. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf.
Verkefnið er styrkt af Matvælasjóði en fyrsti hraðallinn fór fram í byrjun árs 2022.
Að Matsjánni standa Samtök smáframleiðanda matvæla og landshlutasamtök sveitarfélaga um land allt auk þess sem verkefnisstjórn er í höndum RATA.