Munur á milli breytinga „Fab Lab Sauðárkrókur“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
(Ný síða: Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjá...)
 
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
{{Eining|email=fablabsaudarkrokur@gmail.com|www=https://www.facebook.com/fablabsaudarkrokur/|address=Sæmundarhlíð|region=Norðurland vestra|postcode=550|town=Sauðárkrókur|image=Fablab.jpg|type=Smiðja}}
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.


Lína 22: Lína 24:


Fyrir þá sem vilja formlegri kennslu er hægt að snúa sér til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem býður uppá áfanga í Fab Lab í dagskóla og kvöldskóla.
Fyrir þá sem vilja formlegri kennslu er hægt að snúa sér til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem býður uppá áfanga í Fab Lab í dagskóla og kvöldskóla.
[[Flokkur:Fab Lab]]

Núverandi breyting frá og með 24. febrúar 2022 kl. 12:47

thumb
Vefsíða
TegundSmiðja
Netfangfablabsaudarkrokur@gmail.com
Heimilisfang Sæmundarhlíð, 550
Staður Sauðárkrókur
LandshlutiNorðurland vestra
Loading map...


Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.

Í smiðjunni eru fimm tölvustýrðar (cnc) vélar sem hægt er að nýta til ýmiskonar sköpunar.

Roland Modela Fínfræsari, er lítill yfirfræsari með mikla nákvæmni. Hann er notaður til að fræsa út fíngerða smíði svo sem rafrásir í tvívídd, plastmót og gifsmót í þrívídd og fleira. Við höfum einnig nýtt hann til að skanna litla þrívíða hluti inn. Vinnuflötur fræsarans er 203X152X60 mm

Roland Vínilskeri er tölvustýrður dúkaskeri sem er mikið notaður til að skera út límmiða og gluggafilmur. Hann er einnig hægt að nýta til að skera út mjúkar rafrásir. Vinnuborð dúkaskerans er 120cm á breidd og eins langt og dúkrúllan leyfir.

Epilog 40w laserskeri er laserskurðarvél sem getur skorið með mikilli nákvæmni efni eins og acrylplast, þunnan krossvið, balsavið, pappír, leður og fleira. Skerann er einnig hægt að nýta til að grafa í þau efni sem áður hafa verið nefnd sem og gler og húðaða málma. Vinnuborð skerans er 30x60cm, en einnig er hægt að setja í hann sívala hluti allt að 50cm langa og 20cm í þvermál. Þetta hefur til dæmis verið nýtt til að skera í glös og blómavasa.

Shopbot fræsari er stór fræsari sem hefur vinnuflöt uppá 150x300cm. Þessi fræsari er mikið notaður til að skera út húsgögn úr tré, stór mót fyrir plastsmíði og fleira. hann vinnur á þrem ásum þannig að hægt er að fræsa út í 180° þrívídd í honum. Önnur efni sem þessi fræsari hefur verið nýttur í eru ýmiskonar plastefni og þunnir málmar.

Cube þrívíddarprentari prentar hluti úr ABS plasti. Vinnusvæði prentarans er 15x15x15 cm og hann nýtist til að smíða flókna smáhluti sem erfitt er að fræsa eða skera út. Þar sem erfitt er að skilja að hægt sé að prenta þrívíða hluti (við trúðum þessu varla sjálfir) þá ætlum við að setja myndband hérna á síðuna sem sýnir hvernig tækið vinnur.

Að auki eru í Fab Lab á Sauðárkróki fullkomið rafeindaverkstæði og saumavél.

Við stefnum að því á næstunni að bæta inn beygju og mótunarvélum fyrir plastvinnslu.

Allar vélar í Fab Lab eru valdar með einfaldleika að leiðarljósi og í flestum tilvikum eru hlutirnir sem búnir eru til, prentaðir frá PDF skjali. Teikningar að hlut sem gerður er í Fab Lab má gera í hvaða teikniforriti sem er, Autocad, Inventor, Corell, en við bendum þeim sem ekki hafa aðgengi að dýrum teikniforritum á ókeypis hugbúnað svo sem Inkscape (www.inkscape.org) fyrir tvívíddar teikningar og Google sketchup (sketchup.google.com) eða Autodesk 123D (www.123dapp.com) fyrir þrívíddarteikningar.

Við bjóðum ekki uppá námskeið að svo stöddu, en allir sem koma í Fab lab fá handleiðslu á staðnum og aðstoð við að komast í gang með verkefnin sín. Við aðstoðum einnig við teikningavinnu og gefum góð ráð um efnisval og hönnun. Við mælum eindregið með að þeir sem ekki hafa reynslu af tölvuteikningu nýti sér kennsluefnið sem Fab Lab á Íslandi er búið að koma á vefinn, en mikið af kennsluefni liggur nú þegar fyrir á www.fablab.is/wiki . Veljið íslensku sem tungumál til að komast í íslenska hlutann.

Fyrir þá sem vilja formlegri kennslu er hægt að snúa sér til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem býður uppá áfanga í Fab Lab í dagskóla og kvöldskóla.