Munur á milli breytinga „Hringiða“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
Lína 5: Lína 5:
Að verkefninu standa [https://reykjavik.is/ Reykjavíkurborg], [https://www.stjornarradid.is/raduneyti/atvinnuvega-og-nyskopunarraduneytid/ Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið], [https://www.or.is/ Orkuveita Reykjavíkur], [https://www.hvalfjardarsveit.is/ Hvalfjarðarsveit], [https://www.faxafloahafnir.is/ Faxaflóahafnir], [https://www.sorpa.is/ Sorpa] og [https://www.terra.is/ Terra] auk [https://www.facebook.com/grundartangi Þróunarfélags Grundartanga] og [http://www.breid.is/ Breið Þróunarfélags].
Að verkefninu standa [https://reykjavik.is/ Reykjavíkurborg], [https://www.stjornarradid.is/raduneyti/atvinnuvega-og-nyskopunarraduneytid/ Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið], [https://www.or.is/ Orkuveita Reykjavíkur], [https://www.hvalfjardarsveit.is/ Hvalfjarðarsveit], [https://www.faxafloahafnir.is/ Faxaflóahafnir], [https://www.sorpa.is/ Sorpa] og [https://www.terra.is/ Terra] auk [https://www.facebook.com/grundartangi Þróunarfélags Grundartanga] og [http://www.breid.is/ Breið Þróunarfélags].


=== Nýsköpunarverkefni Hringiðu 2021 ===
==== Nýsköpunarverkefni Hringiðu 2021 ====


* '''Ánaburður:''' Framleiðsla á hágæða lífrænt vottuðum áburði úr lífrænum úrgangi. Fyrirtækið mun nýta svokallaða vermicompostin aðferð við framleiðsluna en hún felst í því að ánamaðkar eru fóðraðir á lífrænum úrgangi sem þeir svo skila frá sér sem áburði.
* '''Ánaburður:''' Framleiðsla á hágæða lífrænt vottuðum áburði úr lífrænum úrgangi. Fyrirtækið mun nýta svokallaða vermicompostin aðferð við framleiðsluna en hún felst í því að ánamaðkar eru fóðraðir á lífrænum úrgangi sem þeir svo skila frá sér sem áburði.

Útgáfa síðunnar 19. janúar 2022 kl. 15:35

Hringiða er viðskiptahraðall sem er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum. Miðað er að því að í lok hraðals verði þátttakendur í stakk búinir að kynna verkefni sín fyrir fjárfestum og sækja styrki í Evrópusjóði sem styðja verkefni sem draga úr losun.

Hringiða

Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn sem stendur yfir í tíu vikur og er skipt upp í þrjá fasa; mótun, framkvæmd og kynningu.

Að verkefninu standa Reykjavíkurborg, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Hvalfjarðarsveit, Faxaflóahafnir, Sorpa og Terra auk Þróunarfélags Grundartanga og Breið Þróunarfélags.

Nýsköpunarverkefni Hringiðu 2021

  • Ánaburður: Framleiðsla á hágæða lífrænt vottuðum áburði úr lífrænum úrgangi. Fyrirtækið mun nýta svokallaða vermicompostin aðferð við framleiðsluna en hún felst í því að ánamaðkar eru fóðraðir á lífrænum úrgangi sem þeir svo skila frá sér sem áburði.
  • Hemp Pack: Hemp Pack er ungt líftækni fyrirtæki í þróun á lífplasti úr lífmassa og kaldræktuðum örverum. Fyrirtækið nýtir afföll matvælaiðnaðar og landbúnaðarframleiðslu ásamt endurnýjanlegri orku til þess að framleiða sannarlega sjálfbæran staðgengil plasts fyrir alþjóðlegan markað.
  • IceWind: IceWind hannar og smíðar litlar lóðréttsás vindtúrbínur ætlaðar fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum. Rekstraraðilar lítilla orkukerfa úr alfaraleið hafa oftar en ekki engan aðgang að rafmagni og þurfa því að framleiða sína eigin orku. Sólarorka er mjög takmörkuð á norðurslóðum og því þarf að notast við aðrar aðferðir við orkuöflun svo sem vindorku.
  • Íslenska glerið: Endurvinnsla á steinull í nýtt hráefni. Íslenska glerið er samstarfsverkefni Fléttu, hönnunarstofu og Kristínar Sigurðardóttur vöruhönnuðar þar sem steinull er endurnýtt í nýtt glerjað efni fyrir bygginariðnað.
  • M Bío Box: Þróa íslenska útfærslu af náttúrulega niðurbrjótanlegum umbúðum til að leysa af hólmi óvistvænar umbúðir nýttar fyrir fiskútflutning í dag.
  • On To Something: Vettvangur sem tengir saman ólíka aðila og mótar skapandi farvegi fyrir hreina strauma fráfallsefna með verðmætasköpun og sjálfbærni að leiðarljósi.
  • Surova: Sjálfvirk grænmetisræktun inni í stöðluðum gámaeiningum staðsettum í nánd við verslanir. Surova vinnur að lágmörkun auðlinda við framleiðslu grænmetis með þróun sjálfvirkra lausna til að hámarka afköst og hagkvæmni hverrar uppskeru.
  • Vestro: Vestro þróar nýjar vörur úr 100% endurunnu plasti og skapa í leiðinni hringrás. Markmiðið er að skipta út hefðbundnu plasti fyrir 100% endurunnið plast í framleiðslufyrirtækjum, öllum iðnaði, flutningafyrirtækjum, heimilum, sjávarútvegi og landbúnaði.
  • XYZ Prent: Fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðsluferlum sem byggist á stórum þrívíddarprentunum með endurunnum Íslenskum plastúrgangi. Með að bjóða upp á þrívíddarprentun í stórum stærðum þá styðjum við sjálfbæra framleiðslu og þróunarvinnu í íslenskri hönnun og iðnaði, jafnframt, með notkun á plastúrgangi, sem annars yrði sendur úr landi, þá höldum við tækifærisskapandi afurðum innanlands.