Munur á milli breytinga „Verksmiðjan“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
(Ný síða: '''[http://www.verksmidjanhjalteyri.com/verksmi%c3%b0jan.html Verksmiðjan]''' á Hjalteyri er gestavinnustofa og sýningarstaður fyrir samtímalist, viðburðir og listasmiðjur.)
 
Lína 1: Lína 1:
'''[http://www.verksmidjanhjalteyri.com/verksmi%c3%b0jan.html Verksmiðjan]''' á Hjalteyri er gestavinnustofa og sýningarstaður fyrir samtímalist, viðburðir og listasmiðjur.
'''[http://www.verksmidjanhjalteyri.com/verksmi%c3%b0jan.html Verksmiðjan]''' er listamiðstöð staðsett í gamalli síldarverksmiðju á Hjalteyri. Verksmiðjan er gestavinnustofa og sýningarstaður fyrir samtímalist, viðburðir og listasmiðjur.
 
 
Verksmiðjan er sýningarstaður fyrir samtímalist sem að var opnaður árið 2008 þegar að hópur listafólks á Norðurlandi stofnaði með sér félag til þess að gangsetja aftur en með öðrum hætti, síldarverksmiðjuna á Hjalteyri við Eyjafjörð.
 
 
Fyrirbæri eins og Verksmiðjan á sér víða hliðstæður, þar sem listamenn í sameiningu nýta gamlar, óvenjulegar, jafnvel ónýtar byggingar á nýstárlegan máta. Hún er risastór, 1500fm. Rýmin krefjandi og ekki hlutlaus, en veita mikinn innblástur. Byggingin, saga hennar og umhverfið kveikja fjölda hugmynda og listaverk sem að hún hýsir eru því oft framleidd sérstaklega með hliðsjón af því.
 
Þó stundum hafi verið lagt upp með nokkuð blandað verkefnaval og Verksmiðjan þannig átt samstarf við ýmsa ólíka aðila þá hefur myndlistin í allri sinni vídd og breidd alltaf verið aðalatriði, einkum í formi sýninga og kennsluverkefna. Bæði innlent sem og erlent listafólk starfar í Verksmiðjunni en hún hefur þó helst verið vettvangur ungra listamanna. Áhersla hefur verið lögð á tilraunir, frumsköpun og að verkin verði til á staðnum. Að rýmin séu ekki einvörðungu ætluð til sýningarhalds heldur séu þau um leið aðstaða. Verksmiðjan á í samstarfi við skólastofnanir eins og t.d. Listaháskóla Íslands og École national supérieure des beaux-arts de Paris
 
 
Starfsemin hefur hingað til ekki verið samfelld allt árið um kring, hún hefur einkum falist í sumardagskrá sýninga og viðburða, sem að stendur frá byrjun maí til loka september.
[[Mynd:Verksmiðjan.jpg|thumb]]
Vetrarverkefnin hafa verið fá en framkvæmdir við gestavinnustofur eru gangi og komnar nokkuð áleiðis. Gert ráð fyrir því Verksmiðjan verði fyrst og fremst ætluð fyrir gestalistamenn yfir veturinn, auk minni viðburða og námskeiðahalds, en að öflug dagskrá myndlistarsýninga og listahátíða muni halda áfram að dafna yfir sumarmánuðina.

Útgáfa síðunnar 10. febrúar 2022 kl. 17:35

Verksmiðjan er listamiðstöð staðsett í gamalli síldarverksmiðju á Hjalteyri. Verksmiðjan er gestavinnustofa og sýningarstaður fyrir samtímalist, viðburðir og listasmiðjur.


Verksmiðjan er sýningarstaður fyrir samtímalist sem að var opnaður árið 2008 þegar að hópur listafólks á Norðurlandi stofnaði með sér félag til þess að gangsetja aftur en með öðrum hætti, síldarverksmiðjuna á Hjalteyri við Eyjafjörð.


Fyrirbæri eins og Verksmiðjan á sér víða hliðstæður, þar sem listamenn í sameiningu nýta gamlar, óvenjulegar, jafnvel ónýtar byggingar á nýstárlegan máta. Hún er risastór, 1500fm. Rýmin krefjandi og ekki hlutlaus, en veita mikinn innblástur. Byggingin, saga hennar og umhverfið kveikja fjölda hugmynda og listaverk sem að hún hýsir eru því oft framleidd sérstaklega með hliðsjón af því.

Þó stundum hafi verið lagt upp með nokkuð blandað verkefnaval og Verksmiðjan þannig átt samstarf við ýmsa ólíka aðila þá hefur myndlistin í allri sinni vídd og breidd alltaf verið aðalatriði, einkum í formi sýninga og kennsluverkefna. Bæði innlent sem og erlent listafólk starfar í Verksmiðjunni en hún hefur þó helst verið vettvangur ungra listamanna. Áhersla hefur verið lögð á tilraunir, frumsköpun og að verkin verði til á staðnum. Að rýmin séu ekki einvörðungu ætluð til sýningarhalds heldur séu þau um leið aðstaða. Verksmiðjan á í samstarfi við skólastofnanir eins og t.d. Listaháskóla Íslands og École national supérieure des beaux-arts de Paris


Starfsemin hefur hingað til ekki verið samfelld allt árið um kring, hún hefur einkum falist í sumardagskrá sýninga og viðburða, sem að stendur frá byrjun maí til loka september.

Verksmiðjan.jpg

Vetrarverkefnin hafa verið fá en framkvæmdir við gestavinnustofur eru gangi og komnar nokkuð áleiðis. Gert ráð fyrir því Verksmiðjan verði fyrst og fremst ætluð fyrir gestalistamenn yfir veturinn, auk minni viðburða og námskeiðahalds, en að öflug dagskrá myndlistarsýninga og listahátíða muni halda áfram að dafna yfir sumarmánuðina.