Samfélagsgróðurhús

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 15. febrúar 2022 kl. 15:11 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2022 kl. 15:11 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
TegundVerkefni
Netfanghttps://www.crowdthermalproject.eu/URIs of the form "https://www.crowdthermalproject.eu/" are not allowed.
Staður Húsavík
LandshlutiNorðurland eystra
Loading map...


Samfélagsgróðurhúsið á Húsavík er eitt þriggja tilraunaverkefna í alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist Crowdthermal sem hefur það að markmiði að efla tækifæri Evrópubúa í að taka beinan þátt í þróun verkefna sem byggja á nýtingu jarðhita.

Crowdthermal Húsavík.jpg

Íslenska nýsköpunarverkefnið Eimur vinnur að verkefninu en hlutverk Eims innan Crowdthermal er að þróa hugmynd að viðskipta- og rekstrarátælun fyrir gróðurhúsið. Gróðurhúsinu er ætlað að vera sýnidæmi um það hvernig má nýta betur heita vatnið okkar og um leið efla svæðið, nýsköpun og atvinnutækifæri með sjálfbærni að leiðarljósi.

Húsavík er hentug staðsetning til ylræktunar þar sem gott aðgengi er að varma, rafmagni og fersk vatni sem eru mikilvægir þættir í slíkri starfsemi. Markmið gróðurhússins er að stuðla að betri nýtingu á jarðvarma sem þegar er til staðar í nágrenni Húsavíkur sem og auka sjálfbærni nærsveita þegar kemur að matvælaframleiðslu. Samhliða því að auka orkunýtingu getur verkefnið stuðlað að nýsköpun og nýjum atvinnutækifærum.

Teikning: Arnhildur Pálmadóttir arkitekt

Lögð er áhersla á nýstárlegar leiðir til fjármögnunar (t.d. hópfjármögnun) og er miðað að því að samfélagið sé þátttakandi frá upphafi verkefnis-ins. Samfélagsgróðurhúsið á Húsavík er eitt þriggja tilraunaverkefna í Crowdthermal. Hin tvö eru rekin á Spáni og í Ungverjalandi. Öll nýta þau jarðhita til kyndingar, það íslenska fyrir gróðurhús, en hin tvö fyrir íbúðarhúsnæði.