Rannsóknar- og þekkingarsetur

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 19. janúar 2022 kl. 11:41 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2022 kl. 11:41 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita

Fjölmörg rannsóknar- og þekkingarsetur eru staðsett víða um land. Setrin sinna fjölþættum rannsóknum á menningu og lífríki Íslands.

Rannsóknarsetur

Þekkingarsetur

Þekkingarsetur Suðurnesja Markmið Þekkingarseturs Suðurnesja snúa meðal annars að: rannsóknum og þróun, háskólanámi og samþættingu þekkingarstarfs og símenntun og samstarfi við aðrar menntastofnanir á Suðurnesjum.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja

Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólanáms- og rannsóknasetur sem starfar á grunni tveggja stofnana er sameinaðar voru árið 2006. Annars vegar er um að ræða símenntunarmiðstöðina Fræðslumiðstöð Þingeyinga og hins vegar háskólanáms- og rannsóknasetur sem starfaði undir nafni Þekkingarseturs Þingeyinga fram að sameiningunni. Símenntunarstarfsemin hófst árið 1999 um svipað leyti og aðrar símenntunarstöðvar á landinu hófu starfsemi. Háskólanáms- og rannsóknahlutinn fór hins vegar af stað árið 2003 samhliða Náttúrustofu Norðausturlands, sem starfar undir sama þaki og höfuðstöðvar Þekkingarnetsins á Húsavík.

Nýheimar - Þekkingarsetur Hornafirði er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Aðilar að setrinu eru: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið. Nýheimar þekkingarsetur sameinar þessar ólíku stofnanir undir einn hatt í þeim tilgangi að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni, stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu.