Nýsköpunarvikan

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 17. nóvember 2021 kl. 15:48 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2021 kl. 15:48 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita
Nýsköpunarvikan

Nýsköpunarvikan er hátíð þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þar sem spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir geta sprottið upp. Hátíðin vekur athygli á nýsköpun sem á sér stað innan stofnana,fyrirtækja og sprotafyrirtækja þar sem framúrstefnulegar lausnir, ólík sköpunarferli og kraftmiklir frumkvöðlar fá notið sín. nýsköpunarvikan er þannig vettvangur fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila til að kynnast nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný viðskiptasambönd og tengsl.

Fjölmargar stofnanir og fyrirtæki koma að Nýsköpunarvikunni sem verður haldin í þriðja sinn í maí 2022.