Landbúnaðarklasinn

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 16:57 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 16:57 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita
Landbúnaðarklasinn.png

Landbúnaðarklasinn var stofnaður 2014 og er ætlað að gæta sameiginlegra hagsmuna og kynna þá fjölþættu starfsemi sem tengist landbúnaði. Markmið Landbúnaðarklasans er að stuðla að aukinni arðsemi gegnum nýsköpun og fagmennsku ásamt því að byggja upp innviði fyrir nýsköpun í landbúnaði og framleiðslu og markaðssetningu matvæla. Landbúnaðarklasinn er með samstarfssamning við Íslenska sjávarklasann um rými og aðstoð fyrir frumkvöðla í landbúnaði og um rannsóknir honum til framþróunar.

Sýn klasans og markmið

Landbúnaðarklasinn myndar vettvang ólíkra aðila í landbúnaði og tengdum greinum, með það að markmiði að:

  • Gæta sameiginlegra hagsmuna og kynna þá fjölþættu starfsemi sem tengist landbúnaði.
  • Deila þekkingu sín á milli.
  • Stuðla að framþróun og nýsköpun.
  • Stuðla að upplýstri umræðu um markaðssetningu landbúnaðarafurða og matvæla.
  • Stuðla að viðburðum sem styðja við aukna verðmætasköpun á öllum stigum matvæla- og annarri framleiðslu innan landbúnaðarins.