Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 16:37 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2022 kl. 16:37 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) (Ný síða: Í upphafi verkefnis var ráðinn verkefnastjóri og stofnaður stýrihópur. Magnús Jónsson, sjálfstæður ráðgjafi og viðskiptafræðingur, var fenginn til að taka að sér v...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita

Í upphafi verkefnis var ráðinn verkefnastjóri og stofnaður stýrihópur. Magnús Jónsson, sjálfstæður ráðgjafi og viðskiptafræðingur, var fenginn til að taka að sér verkefnastjórn og vinna að gerð frumskýrslu. Verkefnið fólst í að kanna fýsileika þess að setja upp öfluga þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni (vinnuheiti Veltek) í samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi. Hlutverk hennar yrði að auka almenna þekkingu og notkun á ýmsum tækjum og tæknibúnaði sem væru til þess fallin að auka lífsgæði og sjálfsbjörg einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf. Í köflum 2-4 í skýrslunni er farið í gegnum forsöguna og skilgreininguna á velferðartækni en í síðari hluta skýrslunnar, köflum 5-12, er farið nánar ofan í þau atriði sem framkvæmd voru og skoðuð sérstaklega auk þeirra niðurstaðna sem skýrsluhöfundar komust að í lok verkefnisins. Hugmyndin gerir ráð fyrir að setja slíka miðstöð eða fyrirtæki á stofn á Akureyri og að þjónustusvæðið verði Norðurland. Miðstöðin gæti þó þjónað öllu landinu að því marki sem hægt er að veita upplýsingar og eiga samskipti með nútímalegum aðferðum, s.s. á vefnum.