Munur á milli breytinga „Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
(Ný síða: Í upphafi verkefnis var ráðinn verkefnastjóri og stofnaður stýrihópur. Magnús Jónsson, sjálfstæður ráðgjafi og viðskiptafræðingur, var fenginn til að taka að sér v...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. febrúar 2022 kl. 16:37

Í upphafi verkefnis var ráðinn verkefnastjóri og stofnaður stýrihópur. Magnús Jónsson, sjálfstæður ráðgjafi og viðskiptafræðingur, var fenginn til að taka að sér verkefnastjórn og vinna að gerð frumskýrslu. Verkefnið fólst í að kanna fýsileika þess að setja upp öfluga þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni (vinnuheiti Veltek) í samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi. Hlutverk hennar yrði að auka almenna þekkingu og notkun á ýmsum tækjum og tæknibúnaði sem væru til þess fallin að auka lífsgæði og sjálfsbjörg einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf. Í köflum 2-4 í skýrslunni er farið í gegnum forsöguna og skilgreininguna á velferðartækni en í síðari hluta skýrslunnar, köflum 5-12, er farið nánar ofan í þau atriði sem framkvæmd voru og skoðuð sérstaklega auk þeirra niðurstaðna sem skýrsluhöfundar komust að í lok verkefnisins. Hugmyndin gerir ráð fyrir að setja slíka miðstöð eða fyrirtæki á stofn á Akureyri og að þjónustusvæðið verði Norðurland. Miðstöðin gæti þó þjónað öllu landinu að því marki sem hægt er að veita upplýsingar og eiga samskipti með nútímalegum aðferðum, s.s. á vefnum.